Óð út í sjóinn við Reynisfjöru í sundskýlu

Óð út í sjóinn við Reynisfjöru í sundskýlu

Karlmaður gekk út í sjó við Reynisfjöru á sundskýlu einni fata fyrr í dag við hneykslan sjónarvotta. Mikill öldugangur var sjónum. Í gær varð banaslys í Reynisfjöru þegar alda hreif með sér mann á áttræðisaldri. Var það annað banaslysið í fjörunni á innan við ári.

Óð út í sjóinn við Reynisfjöru í sundskýlu

Banaslys í Reynisfjöru 10. júní | 11. júní 2022

Karlmaður gekk út í sjó við Reynisfjöru á sundskýlu einni fata fyrr í dag við hneykslan sjónarvotta. Mikill öldugangur var sjónum. Í gær varð banaslys í Reynisfjöru þegar alda hreif með sér mann á áttræðisaldri. Var það annað banaslysið í fjörunni á innan við ári.

Karlmaður gekk út í sjó við Reynisfjöru á sundskýlu einni fata fyrr í dag við hneykslan sjónarvotta. Mikill öldugangur var sjónum. Í gær varð banaslys í Reynisfjöru þegar alda hreif með sér mann á áttræðisaldri. Var það annað banaslysið í fjörunni á innan við ári.

Þegar gengið er niður í Reynisfjöru blasa við aðvörunarmerki um það sem ber að varast en fólk virðist gjarnan virða þau að vettugi. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson var á gangi í fjörunni með fleirum í dag og náði meðfylgjandi myndskeiði.

„Við vorum að tala um á leiðinni niður í fjöruna að fólk getur ekki annað en séð þessi aðvörunarmerki. Kannski er hægt að gera þau skýrari, ég veit það ekki, en það er ótrúlegt að fólk skuli gera þetta,“ segir Jón um hegðun mannsins. 

Í annað sinn sem myndskeið næst af varasamri hegðun í Reynisfjöru í dag

Sástu mjög skýrt þessi viðvörunarmerki þegar þú gekkst niður í fjöruna?

„Þau blasa við. Það er ótrúlegt að sjá þetta ekki.“

Maðurinn var ekki sjá eini sem virti viðvaranir að vettugi í dag en Dagur Gunnarsson leiðsögumaður birti myndskeið á Facebook-síðu sinni fyrr í dag þar sem fjölskylda gekk nærri öldunum og stefndi sér í mikla hættu.

mbl.is