Hætt komin degi eftir banaslys í Reynisfjöru

Ferðamenn forða sér undan öldu. Myndin er úr safni.
Ferðamenn forða sér undan öldu. Myndin er úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í dag, degi eftir að áttræður ferðamaður lést þar í gær. Dagur Gunnarsson leiðssögumaður náði atvikinu á myndskeið og nefnir hann að Reynisfjara sé hættuleg, eins og dæmin sanna.

Ég passa alltaf eins vel og ég get upp á mína ferðamenn. Þetta er ekkert grín,“ skrifar Dagur með myndskeiðinu sem hann birti á Facebook.

Þá nefnir hann að fjölskyldan sem hætt var komin í dag hafi verið þýsk fjölskylda á bílaleigubíl. 

Sjón er sögu ríkari en myndskeiðið er hér birt með góðfúslegu leyfi frá Degi. 

Of mörg útköll vegna slysa í fjörunni

Ingi Már Björnsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja, sem var meðal annarra kölluð út vegna slyssins í gær, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að of oft hafi sveitin verið kölluð út vegna slyss í Reynisfjöru. 

Ingi sagði að það hafi verið margrætt hvernig aðgerða sé hægt að grípa til svo unnt sé að sporna við þessu. Það sé þó erfitt að gera annað en að setja enn meiri kraft í fræðslu til ferðamanna.

Útil­okað sé að girða fyr­ir eða loka hættu­leg­asta svæðið af. „Við þyrft­um þá að loka allri suður­strönd­inni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert