Kærur meintra ofbeldismanna þekkt stef

MeT­oo - #Ég líka | 29. júní 2022

Kærur meintra ofbeldismanna þekkt stef

Alþekkt er að þeir sem eru sakaðir um ofbeldi nýti sér hin og þessi úrræði réttarkerfisins til að ná fram einhverju til baka, hvort sem það er gert með því að kæra þolendur fyrir meiðyrði, rangar sakargiftir eða saka þá um fjárkúgun.

Kærur meintra ofbeldismanna þekkt stef

MeT­oo - #Ég líka | 29. júní 2022

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta.
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþekkt er að þeir sem eru sakaðir um ofbeldi nýti sér hin og þessi úrræði réttarkerfisins til að ná fram einhverju til baka, hvort sem það er gert með því að kæra þolendur fyrir meiðyrði, rangar sakargiftir eða saka þá um fjárkúgun.

Alþekkt er að þeir sem eru sakaðir um ofbeldi nýti sér hin og þessi úrræði réttarkerfisins til að ná fram einhverju til baka, hvort sem það er gert með því að kæra þolendur fyrir meiðyrði, rangar sakargiftir eða saka þá um fjárkúgun.

Þetta segir Stein­unn Gyðu- og Guðjóns­dótt­ir, talskona Stíga­móta, í samtali við mbl.is. 

Hreggviður Jónsson, Ari Edwald og Þórður Már Jóhannesson hafa kært Vitalíu Lazarevu og Arnar Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífs. Þau eru sökuð um að hafa farið fram á samtals 150 milljónir króna frá mönnunum gegn því að Vitalia félli frá því að kæra þá fyrir kynferðisbrot. Engin kæra hefur verið lögð fram á hendur mönnunum.

„Okkur finnst náttúrulega aldrei jákvætt þegar brotaþolar eru kærðir fyrir einhver brot sem tengjast því að hafa sagt frá ofbeldinu,“ segir Steinunn. 

Hún veit ekki hvort það sé rétt að kalla fréttir af kæru þremenninganna bakslag en segir þær í það minnsta þekkt stef í þessum málaflokki.

Ómögulegt sé að segja til um hvort svona dæmi, þar sem menn sem sakaðir eru um ofbeldi „snúa vörn í sókn“, séu að aukast að mati Steinunnar.

Um 70% kærðra mála felld niður

„Um 70% allra mála sem eru kærð eru felld niður en í framhaldi af því eru ansi margir sem hóta að kæra fyrir rangar sakargiftir eða hreinlega gera það,“ segir Steinunn. Einnig sé þolendum oft hótað meiðyrðamáli ef ummæli um ofbeldi verði ekki dregin til baka.

„Þetta er alltaf yfirvofandi ógn í lífi brotaþola sem ákveða að segja frá ofbeldinu, hvort sem það er á opinberum vettvangi eða annars staðar.“

Hún segir að sem betur fer sé til dómafordæmi frá nýlegum dómi þar sem dæmt var að fólk mætti segja frá reynslu sinni. „Það má segja frá broti en aðrir mega ekki segja frá brotum annarra, nema áður hafi verið dæmt í málum.“

Steinunn segir það gefa augaleið að mögulegar hefndaraðgerðir ofbeldismanna fæli brotaþola frá því að segja frá og kæra brot. Í því samhengi segir hún ógnvekjandi að sjá það sem hefur verið sagt og skrifað um leikkonuna Amber Heard eftir að fyrrverandi eiginmaður hennar, Johnny Depp, hafði betur í meiðyrðamáli gegn henni fyrr í mánuðinum.

„Sérstaklega er þetta ógnvekjandi fyrir brotaþola sem íhuga að stíga inn í þetta kerfi. Þá er þetta bara beinlínis fráhrindandi, þegar þú sérð þessa meðferð sem konur fá sem reyna að segja frá og leita réttar síns. Ekki síst þegar þú ert að segja frá ofbeldi sem er framið af ríkum, valdamiklum mönnum sem hafa mikla yfirburði gagnvart manni í öllum skilningi.“

mbl.is