Lögmaður Hreggviðs staðfestir kæru

Hreggviður Jónsson.
Hreggviður Jónsson. mbl.is/Árni Sæberg

Eva B. Helgadóttir, lögmaður Hreggviðs Jónssonar, staðfestir við mbl.is að Hreggviður, Ari Edwald og Þórður Már Jóhannesson hafi fyrir helgi kært Vítalíu Lasarevu og Arnar Grant til héraðssaksóknara fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins, líkt og Fréttablaðið greindi frá í morgun.

Einnig staðfestir hún að engin kæra hafi verið lögð fram á hendur mönnunum. Áður hafði komið fram að Vítalía hafi kært mennina til lögreglu fyrir kynferðisofbeldi.

„Að öðru leyti er málið á því stigi að rannsóknarhagsmunir gera það að verkum að það er ekki ráðlegt að tjá sig meira um málið en það,“ segir Eva.

Spurð hvers vegna málið sé kært núna segir hún að það eigi eftir að koma í ljós.

Embætti héraðssaksóknara.
Embætti héraðssaksóknara. mbl.is/Hjörtur

Málið snert­ir sam­kvæmi í sum­ar­bú­stað í Skorra­dal í októ­ber 2020 en eins og áður hef­ur komið fram í fjöl­miðlum hef­ur Vítal­ía sagt að brotið hafi verið á henni í sam­kvæm­inu. Hún birti nöfn Ara, Hreggviðs, Þórðar Más og Arn­ars Grants með færslu sem hún setti á sam­fé­lags­miðil­inn In­sta­gram um ári síðar. Færsl­an var tek­in niður sam­dæg­urs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert