Biðst afsökunar á uppflettingum

mbl.is/Óttar

Verslunin Lyfja hefur sent nokkrum einstaklingum afsökunarbeiðni vegna tilefnislausra uppflettinga á nöfnum þeirra í verslunum félagsins.

Morgunblaðið hefur nokkrar slíkar afsökunarbeiðnir undir höndum, en fyrr í vor greindi blaðið frá því að þess væru dæmi að þjóðþekktu fólki væri flett upp í lyfjaávísunargátt (sem öll apótek hafa aðgang að) án tilefnis. Flestar uppflettingarnar áttu sér stað 2021.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, fráfarandi forstjóri Lyfju, skrifar undir þau bréf sem blaðið hefur undir höndum. Hún svaraði ekki fyrirspurnum blaðsins þegar fjallað var um málið í vor en Þórbergur Egilsson, framkvæmda­stjóri verslanasviðs Lyfju, staðfesti að Lyfju hefðu borist erindi sem sneru að tilefnislausum uppflettingum í lyfjagátt. Uppflettingarnar eru enn til rannsóknar hjá lögreglu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert