Ný kærasta nokkrum dögum eftir skilnað

Ítalía | 29. júlí 2022

Ný kærasta nokkrum dögum eftir skilnað

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea er kominn með kærustu, en aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá skilnaði hans við fyrrum eiginkonu sína til 13 ára, blaðakonuna Sissi Tuchel. Um þessar mundir nýtur Tuchel sín á Sardiníu á Ítalíu með nýju kærustunni, Natalie Max, áður en undirbúningur fyrir nýtt knattspyrnutímabil hefst. 

Ný kærasta nokkrum dögum eftir skilnað

Ítalía | 29. júlí 2022

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea.
Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea. AFP

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea er kominn með kærustu, en aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá skilnaði hans við fyrrum eiginkonu sína til 13 ára, blaðakonuna Sissi Tuchel. Um þessar mundir nýtur Tuchel sín á Sardiníu á Ítalíu með nýju kærustunni, Natalie Max, áður en undirbúningur fyrir nýtt knattspyrnutímabil hefst. 

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea er kominn með kærustu, en aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá skilnaði hans við fyrrum eiginkonu sína til 13 ára, blaðakonuna Sissi Tuchel. Um þessar mundir nýtur Tuchel sín á Sardiníu á Ítalíu með nýju kærustunni, Natalie Max, áður en undirbúningur fyrir nýtt knattspyrnutímabil hefst. 

Samkvæmt heimildum Daily Mail skildu hjónin vegna ágreinings, en þau voru formlega skilin af dómara Hæstaréttar í London, Bretlandi á miðvikudaginn. Að sögn heimildarmannsins höfðu hjónin reynt að forðast það að skilja í nokkurn tíma, en að lokum hafi þeim verið ljóst að hjónabandinu gæti ekki verið bjargað.

Tuchel og Max njóta sín í botn á Sardiníu, en þar hafa þau sést í faðmlögum og að sögn sjónarvotts virtust þau mjög ástfangin. The Sun greindi frá því að parið gisti í glæsilegu húsi, en nóttin þar er á 20 þúsund pund, eða rúmar 3,3 milljónir króna. Það hljómar eins og ansi dýr gisting, en knattspyrnustjórinn virðist hafa það gott með rúman 1,1 milljarð í árslaun. 

mbl.is