Rússar fagna því að kornskipið sé farið af stað

Úkraína | 1. ágúst 2022

Rússar fagna því að kornskipið sé farið af stað

Rússnesk stjórnvöld segjast fagna því að fyrsta kornflutningaskipið sé farið af stað frá Úkraínu. 

Rússar fagna því að kornskipið sé farið af stað

Úkraína | 1. ágúst 2022

26 þúsund tonn af korni eru um borð í þessu …
26 þúsund tonn af korni eru um borð í þessu skipi sem yfirgaf í dag höfn í Ódessa í suðurhluta Úkraínu. AFP

Rússnesk stjórnvöld segjast fagna því að fyrsta kornflutningaskipið sé farið af stað frá Úkraínu. 

Rússnesk stjórnvöld segjast fagna því að fyrsta kornflutningaskipið sé farið af stað frá Úkraínu. 

Er þetta liður í því að endurvekja kornútflutning frá Úkraínu, sem hefur staðið í stað vegna innrásar Rússlands.

„Þessi fyrsti skipaflutningur er afar jákvæður. Þetta er gott tækifæri til þess að láta reyna á þær aðferðir sem við komumst að samkomulagi um í viðræðum okkar á milli í Istanbúl,“ sagði Dimitrí Peskóv, talsmaður Kremlar, í samtali við blaðamenn. 

mbl.is