Sex töfrandi áfangastaðir yfir jólin

Ferðaráð | 10. nóvember 2022

Sex töfrandi áfangastaðir yfir jólin

Margir kjósa að vera erlendis yfir hátíðarnar, enda fjölmargar borgir víða um heim sem fyllast af töfrandi jólastemningu og glitrandi snjó á þessum árstíma. Ferðavefurinn tók saman nokkrar borgir sem þykja sérlega jólalegar og því góður kostur fyrir þá sem vilja breyta um umhverfi en á sama tíma upplifa alvörujólastemningu. 

Sex töfrandi áfangastaðir yfir jólin

Ferðaráð | 10. nóvember 2022

Samsett mynd

Margir kjósa að vera erlendis yfir hátíðarnar, enda fjölmargar borgir víða um heim sem fyllast af töfrandi jólastemningu og glitrandi snjó á þessum árstíma. Ferðavefurinn tók saman nokkrar borgir sem þykja sérlega jólalegar og því góður kostur fyrir þá sem vilja breyta um umhverfi en á sama tíma upplifa alvörujólastemningu. 

Margir kjósa að vera erlendis yfir hátíðarnar, enda fjölmargar borgir víða um heim sem fyllast af töfrandi jólastemningu og glitrandi snjó á þessum árstíma. Ferðavefurinn tók saman nokkrar borgir sem þykja sérlega jólalegar og því góður kostur fyrir þá sem vilja breyta um umhverfi en á sama tíma upplifa alvörujólastemningu. 

New York í Bandaríkjunum

New York er hin fullkomna jólaborg fyrir þá sem vilja upplifa rómantísk jól. Yfir hátíðarnar fyllist borgin af töfrum og nóg um rómantíska afþreyingu. Allt frá skautum undir Rockefeller Center-jólatrénu, rölta hönd í hönd yfir Brooklyn-brúna yfir í að fá sér kakó á hinum fjölmörgu jólamörkuðum, þá getur þú verið viss um að borgin hittir beint í mark. 

New York-borg er töfrum líkust yfir jólin.
New York-borg er töfrum líkust yfir jólin. Ljósmynd/Unsplash/Dre Nieto

Brugge í Belgíu 

Það er sannarlega ævintýralegt í Brugge yfir jólin þar sem snæviþakin hús og tindrandi götur einkenna fallegustu borg Belgíu. Miðbærinn er þekktur fyrir gotneskan arkitektúr og yfir hátíðarnar eru torgin skreytt hátt og lágt með ævintýralegum ljósum. Jólamarkaðir selja handverk, vöfflur og alvöru belgískt súkkulaði fyrir sælkerana. 

Brugge í Belgíu skartar sínu fegursta á jólunum.
Brugge í Belgíu skartar sínu fegursta á jólunum. Ljósmynd/Unsplash/Libby Penner

Lappland í Finnlandi

Lappland minnir helst á heimkynni jólasveinsins. Þar má sjá hreindýr spóka sig um, snjóþakin grenitré, snjóhús og töfrandi jólastemningu. Eftir langan dag í frostinu er svo tilvalið að njóta sín og upplifa alvöru finnskt gufubað. 

Ótrúleg fegurð á Lapplandi.
Ótrúleg fegurð á Lapplandi. Ljósmynd/Unsplash/Maria Vojtovicova

St. Moritz í Sviss

Skíðasvæði St. Moritz minnir helst á vetrarundraland, en þar er nóg af hátíðlegri afþreyingu í boði fyrir fólk á öllum aldri. Allt frá skíðum, skautum og gönguskíðum yfir í rólegri afþreyingu á borð við rómantíska hestasleðaferð eða rólegheit í heilsulindum á svæðinu. 

St. Moritz er sannkölluð vetrarparadís.
St. Moritz er sannkölluð vetrarparadís.

Lundúnir

Lundúnir breytast í sannkallað jólaland yfir hátíðarnar þar sem allt er skreytt hátt og lágt. Jólastemningin verður varla meiri þar sem borgin iðar af lífi og nóg af jólamörkuðum og hátíðlegri afþreyingu. 

Lundúnir eru skreyttir hátt og lágt yfir hátíðarnar.
Lundúnir eru skreyttir hátt og lágt yfir hátíðarnar. Ljósmynd/Unsplash/James Healy

Kaupmannahöfn

Hvort sem það er kvöldstund í Tívolíi Kaupmannahafnar eða rölt um Nýhöfn þá er jólaandinn allsráðandi og lyktin af jólamöndlunum ómótstæðileg. Það er vel hægt að njóta sín í Kaupmannahöfn yfir hátíðarnar og upplifa alvöru „hygge“-jólastemningu. 

Töfrandi stemnning í Tívolíinu.
Töfrandi stemnning í Tívolíinu. Ljósmynd/Unsplash/Elena Shirnina
mbl.is