Frambjóðandi Trump í Arizona tapaði

Kosningar í Bandaríkjunum 2022 | 15. nóvember 2022

Frambjóðandi Trump í Arizona tapaði

Demókratinn Katie Hobbs lagði Repúblíkanann Kari Lake í slagnum um ríkisstjórastólinn í Arizona. Þetta hefur bandaríska fréttastofan CBS staðfest. 

Frambjóðandi Trump í Arizona tapaði

Kosningar í Bandaríkjunum 2022 | 15. nóvember 2022

Kari Lake, frambjóðandi Repúblíkana til ríkisstjóra í Arizona.
Kari Lake, frambjóðandi Repúblíkana til ríkisstjóra í Arizona. AFP/Oliver Touron

Demókratinn Katie Hobbs lagði Repúblíkanann Kari Lake í slagnum um ríkisstjórastólinn í Arizona. Þetta hefur bandaríska fréttastofan CBS staðfest. 

Demókratinn Katie Hobbs lagði Repúblíkanann Kari Lake í slagnum um ríkisstjórastólinn í Arizona. Þetta hefur bandaríska fréttastofan CBS staðfest. 

Niðurstaðan er talin áfellisdómur á málflutning Lake, sem hefur haldið á lofti samsæriskenningum Trumps um víðtækt kosningasvindl í forsetakosningunum árið 2020, þar sem hann tapaði fyrir Joe Biden.

Þá hafði Donald Trump lýst yfir stuðningi við Lake. 

Katie Hobbs, nýr ríkisstjóri Arizona.
Katie Hobbs, nýr ríkisstjóri Arizona. AFP/Oliver Touron

Í sigurræðu sinni sagði Hobbs að „á þessum tímum sundrungar“ myndi hún leggja sig fram við að starfa fyrir alla íbúa ríkisins. 

Lake hefur gefið í skyn að hún telji niðurstöður kosninganna ekki réttar þar sem að einhver atkvæði greidd henni hafi ekki verið talin. 

Enn hefur ekki skýrst hvernig lokaniðurstöður í fulltrúadeild bandaríska þingsins munu líta út viku eftir að kosningarnar fóru fram. 

Repúblíkanar þurfa 218 þingsæti til að ná fram meirihluta í fulltrúadeildinni en líkurnar á því eru taldar hafa minnkað verulega. Flokkurinn hefur þegar tryggt sér 215 sæti og Demókratar 211. 

mbl.is