Hætti að drekka eftir líkamsárás í miðbænum

Sterk saman | 21. nóvember 2022

Hætti að drekka eftir líkamsárás í miðbænum

Kidda Svarfdal, fertug mamma og eigandi vefsins hun.is, er nýjasti viðmælandinn í hlaðvarpinu Sterk saman. Kidda ólst upp við mikinn alkahólisma og hét sjálfri sér því að drekka aldrei sjálf en hún átti þó ekki eftir að standa við það. Það var framandi að búa á Ströndum og var hún send í heimavistarskóla. Hún fór í skólann á mánudegi og kom heim á föstudegi. 

Hætti að drekka eftir líkamsárás í miðbænum

Sterk saman | 21. nóvember 2022

Kidda Svarfdal eigandi hun.is er nýjasti gesturinn í hlaðvarpinu, Sterk …
Kidda Svarfdal eigandi hun.is er nýjasti gesturinn í hlaðvarpinu, Sterk saman.

Kidda Svarfdal, fertug mamma og eigandi vefsins hun.is, er nýjasti viðmælandinn í hlaðvarpinu Sterk saman. Kidda ólst upp við mikinn alkahólisma og hét sjálfri sér því að drekka aldrei sjálf en hún átti þó ekki eftir að standa við það. Það var framandi að búa á Ströndum og var hún send í heimavistarskóla. Hún fór í skólann á mánudegi og kom heim á föstudegi. 

Kidda Svarfdal, fertug mamma og eigandi vefsins hun.is, er nýjasti viðmælandinn í hlaðvarpinu Sterk saman. Kidda ólst upp við mikinn alkahólisma og hét sjálfri sér því að drekka aldrei sjálf en hún átti þó ekki eftir að standa við það. Það var framandi að búa á Ströndum og var hún send í heimavistarskóla. Hún fór í skólann á mánudegi og kom heim á föstudegi. 

„Á einhverjum tímapunkti var keyptur snjósleði og við þurftum að stika leiðina bara. Þetta var algjört ævintýri oft,“ segir Kidda og heldur áfram: 

„Oft var ófært eða við biðum af okkur óveður þegar farið var með sleða til dæmis og stundum mátti litlu muna að illa færi. Á fullorðinsárum sat ég uppi með mikið tráma því maður mátti ekki tala um neitt, átti bara að hrista af sér og stíga aftur upp á sleðann eða bátinn, sem dæmi,“ segir hún. 

Kidda og bróðir hennar ákváðu að drekka ekki þegar þau yrðu stór. Hann stóð við það, ekki hún. 

„Ég vildi eignast vinkonur þegar við fórum í heimavistarskóla, það voru allir byrjaðir að drekka þá,“ segir hún og bætir við að á þessum tíma hafi allir byrjað að sofa hjá 13 ára og hún hafi verið langt á eftir í öllu þegar hún kom í 10. bekk.

Frá fyrsta skipti var ljóst að drykkja fór henni afar illa. Hún segir frá því að hafa fundist þetta eina leiðin til að eignast vini og vildi ekki lenda í stríðni, árin liðu og drykkjan og sveitaböllin og oftast óminnisástand.

Í nokkur ár snerist lífið mikið um djamm og drykkju en ég minnist þess ekki að það hafi verið gaman.

Kidda hætti að drekka 22 ára án þess þó að viðurkenna vandamál sitt. Hún var fórnarlamb aðstæðna. Stuttu seinna eignaðist hún dóttur. Hún hætti að drekka í rúm tvö ár en án þess að vinna nokkuð í sér og sínum áföllum. Á þessum tíma var hún ekki tilbúin að viðurkenna að hún væri alkahólisti. 

Eftir þessi tvö ár án áfengis og án alls bata snerist lífið um helgarnar og djammið, þegar hún var ekki með dóttur sína. Hún skildi við barnsföður sinn því hann hlaut að vera vandamálið, sem var auðvitað ekki.

„Ég fór alltaf í óvissuferð bara, þunglyndið tók svo fleiri daga og varð meira eftir helgarnar og ég vissi aldrei hvernig ég hefði komist heim, ef ég komst heim. Ég vaknaði einu sinni í undirgöngum,“ segir hún. 

Eina örlagaríka helgi í miðbænum lenti Kidda í líkamsárás af hendi strákahóps sem var þekktur innan löggæslukerfisins.

„Löggan spurði hvort ég ætti fjölskyldu og börn, ég svaraði játandi og þá var mér sagt að kæra ekki því miklar líkur væru á að þeir kæmu á eftir mér.“

Eftir árásina upplifði hún mikla hræðslu en næst þegar tækifæri gafst mætti Kidda aftur í bæinn. Hún var þó ekki ein í bænum því strákahópurinn sem var þekktur innan lögreglunnar var þar líka.

„Ég ætlaði að hjóla í þá,“ segir hún og bætir við að líklegast hefði það verið hennar síðasta. 

Eftir þetta hætti hún að drekka. Í hlaðvarpinu ræðir hún heilablæðingu sem hún varð fyrir árið 2021. Hún þurfti að fara í opna heilaskurðaðgerð og hafa þessi veikindi breytt sýn hennar á lífið. 

„Ég hef þurft að horfa á eftir mörgum og syrgja marga. Ég hef upplifað svona „survivors guilt“ en ég held að allt hafi tilgang,“ segir hún. 

Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is