„Svaf kannski tvo daga í viku“

Sterk saman | 20. nóvember 2023

„Svaf kannski tvo daga í viku“

Gunnar Ingi Valgeirsson, sem er þrítugur Reykvíkingur, er nýjasti gestur í hlaðvarpi Tinnu Barkardóttur, Sterk saman. Gunnar Ingi er búinn að vera edrú í níu mánuði en hann heldur úti þáttunum Lífið á biðlista. 

„Svaf kannski tvo daga í viku“

Sterk saman | 20. nóvember 2023

Gunnar Ingi Valgeirsson er gestur í hlaðvarpi Tinnu Barkardóttur, Sterk …
Gunnar Ingi Valgeirsson er gestur í hlaðvarpi Tinnu Barkardóttur, Sterk saman.

Gunnar Ingi Valgeirsson, sem er þrítugur Reykvíkingur, er nýjasti gestur í hlaðvarpi Tinnu Barkardóttur, Sterk saman. Gunnar Ingi er búinn að vera edrú í níu mánuði en hann heldur úti þáttunum Lífið á biðlista. 

Gunnar Ingi Valgeirsson, sem er þrítugur Reykvíkingur, er nýjasti gestur í hlaðvarpi Tinnu Barkardóttur, Sterk saman. Gunnar Ingi er búinn að vera edrú í níu mánuði en hann heldur úti þáttunum Lífið á biðlista. 

Gunnar Ingi ólst upp í Breiðholtinu og Grafarvogi en segir að það hafi ekkert með það að gera að hann hafi fengið fíknisjúkdóm. 

„Það er ekki þess vegna sem ég er alkahólisti samt,“ segir Gunnar Ingi brosandi og bætir við að það sé ekki Breiðholtinu að kenna, hann taki fulla ábyrgð á þessu núna. Hann var meðal námsmaður með ADHD. Hann átti ekki marga vini þegar hann var að alast upp og varð fyrir einelti. 

„Ég byrjaði að reykja sígarettur 11 ára, fikta við að drekka 12 ára en var svo auðvitað byrjaður í neyslu þegar ég fór í FB,“ segir hann. 

Kynntist öðrum efnum á Vogi

17 ára gamall var Gunnar Ingi sendur á Vog en þá var hann nýlega farinn að reykja kannabis. Hann kynntist fjölda fólks í meðferð og öðrum efnum sem honum fannst spennandi.

„Ég fór hratt niður á við eftir Vog, ég kynntist þá örvandi ásamt fleiru, svaf kannski tvo daga í viku.“

Fyrsti botninn sem Gunnar Ingi fann fyrir var eftir mikla keyrslu en þá var hann 19 ára gamall. Hann náði að snúa lífi sínu við og hafa stjórn á neyslunni í tæp sex ár. Hann fékk svo þær gleðifréttir að hann ætti von á barni með kærustu sinni til langs tíma.

„Ég fékk þá ótrúlegu hugmynd að fagna þessum fréttum með því að fá mér kókaín í fyrsta skipti.“

Við tóku stjórnlaus tvö ár í dagneyslu þar sem Gunnar Ingi missti allt sem hann hafði unnið sér inn og braut þau prinsip sem hann hafði haft að leiðarljósi.

Ung móðir lést vegna ofneyslu

Fyrir níu mánuðum síðan sat Gunnar Ingi á rúmi á Krýsuvík og hélt að líf hans væri dæmt til að vera svona. Inn og út úr meðferð, alltaf að reyna en ekkert gekk. 

„Ég tók ákvörðun inni á Krýsuvík að hætta þessu leikriti og sérleiðum og gera bara það sem mér var sagt að gera, í fyrsta skipti. Ég fann mér fyrirmynd þarna inni og elti hann.“

Nú heldur hann úti þáttunum Lífið á biðlista. Hugmyndin að þáttunum kviknaði þegar ung móðir lést vegna ofnneyslu. 

„Það var ung móðir með mér á Krýsuvík og féll þar. Hún náði að komast inn á geðdeild og þaðan á Vog. Hún fékk bara að vera í nokkra daga á Vogi vegna þess að það þurfti að nota plássið svo henni var vísað út, hún var heimilislaus og í sprautuneyslu á læknalyfjum. Hún átti bara að mæta eftir þrjár vikur á Vík. Bara sagt gangi þér vel, vonandi nærðu að vera edrú. Hún var dáin eftir tvo daga,“ segir Gunnar Ingi.

Eftir þetta fannst Gunnari Inga að hann yrði að gera eitthvað og bað pabba sinn, Valgeir Magnússon auglýsingamann og pistlahöfund á Smartlandi, að skrifa um dauða ungu móðurinnar.

Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is