„Ég var kallinn, blindfullur og puttaði þrjár stelpur“

Sterk saman | 28. desember 2023

„Ég var kallinn, blindfullur og puttaði þrjár stelpur“

Teitur Guðbjörnsson er 31 árs gamall og alinn upp í Vestmannaeyjum. Hann er gestur Tinnu Barkardóttur í hlaðvarpinu Sterk saman en í þættinum opnar hann sig um neysluna, tilfinningarnar og hvað það hafi verið mikið áfall að lenda í fangelsi. 

„Ég var kallinn, blindfullur og puttaði þrjár stelpur“

Sterk saman | 28. desember 2023

Teitur Guðbjörnsson er gestur Tinnu Barkardóttur í hlaðvarpsþættinum, Sterk saman.
Teitur Guðbjörnsson er gestur Tinnu Barkardóttur í hlaðvarpsþættinum, Sterk saman.

Teitur Guðbjörnsson er 31 árs gamall og alinn upp í Vestmannaeyjum. Hann er gestur Tinnu Barkardóttur í hlaðvarpinu Sterk saman en í þættinum opnar hann sig um neysluna, tilfinningarnar og hvað það hafi verið mikið áfall að lenda í fangelsi. 

Teitur Guðbjörnsson er 31 árs gamall og alinn upp í Vestmannaeyjum. Hann er gestur Tinnu Barkardóttur í hlaðvarpinu Sterk saman en í þættinum opnar hann sig um neysluna, tilfinningarnar og hvað það hafi verið mikið áfall að lenda í fangelsi. 

„Það var æðislegt að alast upp í Vestmannaeyjum og ég skil ekki hvernig ég endaði eins og ég gerði miðað við hvað ég átti æðislega æsku,“ segir hann og bætir við að stóra systir hans hafi fengið öll góðu genin.

Teitur segist hafa verið prakkari sem barn en hann hafði lítinn áhuga á skólagöngu. Þegar hann var 14 ára prófaði hann að drekka áfengi í fyrsta skipti og fannst hann vera aðalmaðurinn. 

„Ég var kallinn, blindfullur og puttaði þrjár stelpur. Ég fann samt ekki eitthvað að ég þyrfti að drekka aftur eins og fólk talar um,“ segir Teitur. 

ADHD lyf leiddu út í sterkari efni

Það var um sextán ára aldur sem Teitur og vinir hans fóru að fikta við að taka uppáskrifuð ADHD lyf í nefið og misnota þau þannig. Það leiddi út í neyslu á kókaíni. 

„Frá fyrsta lykli eða línu vissi ég að þetta væri mitt efni. Ótrúlegt samt að ég var ekki japlandi og talandi stanslaust eins og aðrir, ég hafði stjórn.“

Neyslan var í byrjun tengd djammi og helgum en í kjölfarið kom peningafíkn, sala fíkniefna og í lokin innflutningur sem lögreglan náði.

„Ég var búinn að vera í neyslu í 11 ár þegar ég fór í meðferð, þá kominn í dagneyslu á xanax en hélt samt að ég hefði fullkomna stjórn.“

Var beittur ofbeldi í ástarsambandi

Teitur er óvanur því að tala opið um tilfinningar sínar en segir í þættinum að honum líði eins og hann sé hjá Dr. Phil og opnar á ofbeldi sem hann hefur verið beittur í samböndum.

„Ég á erfitt með að viðurkenna þetta, hefur örugglega eitthvað með „my manhood“ að gera, en ég var beittur andlegu ofbeldi í samböndum sem ég var í og líklega var ég að flýja þá vanlíðan með aukinni neyslu.“

Fann ástina á heimaslóðum

Teitur segir frá því að hann hafi dottið af hestinum og notað á síðustu þjóðhátíð en þá var hann á ákveðnum lágpunkti í sínu lífi eftir mikið andlegt ofbeldi og niðurbrot.

„Ég hitti Birgittu, kærustuna mína, þarna. Við vorum bæði á slæmum stað en það small eitthvað og við erum búin að vera saman síðan. Hún er fyrsta manneskjan sem ég hef verið með sem ég get talað við og verið ég sjálfur. Hún sagði við mig að mér mætti líða illa, ég þarf ekki alltaf að vera karlmaður.“

Teitur er hress og alltaf stutt í grínið, það er það sem heldur honum gangandi. 

„Ég hélt að líf mitt væri búið þegar ég var settur inn á Hólmsheiði í gæsluvarðhald. Systir mín tók fjölskylduna mína til ráðgjafa og eftir þetta hef ég getað verið opnari með mín mál. Ég er ekkert eðlilega heppinn með hana. Eftir þetta sá ég líka hverjir eru vinir mínir, þeir komu til mín og gáfu mér knús, það var akkúrat það sem ég þurfti.“

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is