Mesta orkan fer í að bæla niður áföll

Edrúland | 30. október 2023

Mesta orkan fer í að bæla niður áföll

Þorlákur Morthens, Tolli, er gestur Tinnu Barkardóttur í hlaðvarpinu Sterk saman. Tolli er þekktur myndlistarmaður en hann ræddi þó ekki um hana við Tinnu heldur fór hann aftur í tímann, til ársins 1995 þegar hann hætti að drekka og varð edrú. Síðan þá hefur edrúsamfélagið skipt hann máli. Tolli segir að fíknisjúkdómar eigi að flokkast með öðrum sjúkdómum eins og krabbameini og flensu. 

Mesta orkan fer í að bæla niður áföll

Edrúland | 30. október 2023

Tolli Morthens er gestur Tinnu Barkardóttur sem heldur úti hlaðvarpinu …
Tolli Morthens er gestur Tinnu Barkardóttur sem heldur úti hlaðvarpinu Sterk saman.

Þorlákur Morthens, Tolli, er gestur Tinnu Barkardóttur í hlaðvarpinu Sterk saman. Tolli er þekktur myndlistarmaður en hann ræddi þó ekki um hana við Tinnu heldur fór hann aftur í tímann, til ársins 1995 þegar hann hætti að drekka og varð edrú. Síðan þá hefur edrúsamfélagið skipt hann máli. Tolli segir að fíknisjúkdómar eigi að flokkast með öðrum sjúkdómum eins og krabbameini og flensu. 

Þorlákur Morthens, Tolli, er gestur Tinnu Barkardóttur í hlaðvarpinu Sterk saman. Tolli er þekktur myndlistarmaður en hann ræddi þó ekki um hana við Tinnu heldur fór hann aftur í tímann, til ársins 1995 þegar hann hætti að drekka og varð edrú. Síðan þá hefur edrúsamfélagið skipt hann máli. Tolli segir að fíknisjúkdómar eigi að flokkast með öðrum sjúkdómum eins og krabbameini og flensu. 

„Við þurfum að taka skömm út fyrir sviga í þessu samhengi og horfa á einstaklinginn og þættina sem valda fíkninni. Heilinn nýtir mesta orku í að bæla niður áföll og vökva sársauka og þjáningu. Við þurfum að gera okkur grein fyrir félagslegum, tilfinningalegum og pólitískum áhrifum á það sem veldur fíknisjúkdómnum,“ segir Tolli en hann þekkir það að veikjast því fyrir sex árum greindist hann með krabbamein. Það var áfall fyrir hann. 

Tolli hefur áhuga á fangelsismálum en það á sér langa sögu. 

„Það leitaði til mín náungi sem hafði setið inni í 16 ár, var settur í fangelsi 16 ára gamall. Hann var vel þekktur innan þessa samfélags, fangelsis og undirheima. Strákarnir fyrir austan höfðu leitað til hans með að koma austur með eitthvað að gera og hann bað mig að koma með sér austur því þar höfðu þeir ónotaðan klukkutíma í hverri viku, ég sló til og þar með hófst óslitin vera mín í fangelsinu,“ segir Tolli sem er ekki bara myndlistarmaður því hann rekur Batahúsið sem er áfangaheimili fyrir menn sem koma út úr fangelsi. 

„Árangur okkar er klár sönnun þess að það er hægt að vinna með fólk í fangelsi og þegar það kemur úr fangelsi með þessi tvö element að leiðarljósi, kærleika og virðingu."

Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is 

mbl.is