Tíminn á biðlista eftir meðferð langverstur

Valgeir Magnússon | 29. september 2023

Tíminn á biðlista eftir meðferð langverstur

Valgeir Magnússon viðskipta- og hagfræðingur er gestur í Dagmálum Morgunblaðsins í dag. Hann skrifaði pistil á dögunum um konu sem hafði látist á biðlista eftir plássi í meðferð.

Tíminn á biðlista eftir meðferð langverstur

Valgeir Magnússon | 29. september 2023

Valgeir Magnússon viðskipta- og hagfræðingur er gestur í Dagmálum Morgunblaðsins í dag. Hann skrifaði pistil á dögunum um konu sem hafði látist á biðlista eftir plássi í meðferð.

Valgeir Magnússon viðskipta- og hagfræðingur er gestur í Dagmálum Morgunblaðsins í dag. Hann skrifaði pistil á dögunum um konu sem hafði látist á biðlista eftir plássi í meðferð.

Valgeir þekkir það af eigin raun hvað biðin eftir plássi í meðferð getur verið tregafull en sonur hans er með fíknisjúkdóm og er í bata. Valgeir segir að tíminn á biðlistanum sé sérstakur af mörgu leyti því þá sé fólk búið að gefast upp og þá taki stjórnleysið við.

Ansi oft versti tíminn

Það sem maður upplifir, í gegnum þann sem er með sjúkdóminn, er að fram að því að fólk er búið að gefast upp og leitar sér hjálpar þá er það að reyna að halda sjúkdómnum í einhverju kontróli. Reyna að leyna honum. Síðan kemur uppgjöfin og þá er sótt um að komast í meðferð,“ segir Valgeir og bætir við:

„Þá þurfa oft að líða allt upp í sex mánuðir. Þarna er tímabil þar sem eru engar hömlur. Það er búið að gefast upp. Búið að ákveða að fara í meðferð. Það er búið að opinbera sig fyrir öllum að sjúkdómurinn hafi tekið sig upp aftur, ef það er þannig. Sem er ansi oft svona versti tíminn. Tíminn á biðlistanum,“ segir Valgeir sem hefur verið í þeim sporum oftar en einu sinni að vera foreldri sem á barn á biðlista.

mbl.is