Laug, sveik og stal til að redda sér fíkniefnum

Edrúland | 11. nóvember 2023

Laug, sveik og stal til að redda sér fíkniefnum

Gunnar Ingi Valgeirsson, tónlistarmaður og þáttastjórnandi Lífsins á biðlista, þekkir fíknisjúkdóma vel af eigin raun. Hann var einungis 17 ára gamall þegar hann fór í sína fyrstu meðferð á sjúkrahúsinu Vogi en missti svo fljótt tökin á sjúkdómnum sem náði yfirhöndinni allt þar til 1. febrúar á þessu ári, þegar Gunnar Ingi fann frelsið og tilganginn. Síðan þá hefur hann lifað hversdagsleikann allsgáður eftir áratugalanga neyslu.

Laug, sveik og stal til að redda sér fíkniefnum

Edrúland | 11. nóvember 2023

Gunnar Ingi Valgeirsson, tónlistarmaður og þáttastjórnandi Lífsins á biðlista, þekkir fíknisjúkdóma vel af eigin raun. Hann var einungis 17 ára gamall þegar hann fór í sína fyrstu meðferð á sjúkrahúsinu Vogi en missti svo fljótt tökin á sjúkdómnum sem náði yfirhöndinni allt þar til 1. febrúar á þessu ári, þegar Gunnar Ingi fann frelsið og tilganginn. Síðan þá hefur hann lifað hversdagsleikann allsgáður eftir áratugalanga neyslu.

Gunnar Ingi Valgeirsson, tónlistarmaður og þáttastjórnandi Lífsins á biðlista, þekkir fíknisjúkdóma vel af eigin raun. Hann var einungis 17 ára gamall þegar hann fór í sína fyrstu meðferð á sjúkrahúsinu Vogi en missti svo fljótt tökin á sjúkdómnum sem náði yfirhöndinni allt þar til 1. febrúar á þessu ári, þegar Gunnar Ingi fann frelsið og tilganginn. Síðan þá hefur hann lifað hversdagsleikann allsgáður eftir áratugalanga neyslu.

Gunnar Ingi berskjaldaði sig og átakanlega neyslusögu sína í Dagmálum á dögunum. Þar lýsti hann skuggahliðum fíkninnar og þeim siðferðisbrestum sem tóku yfir þegar fjármagna þurfti neysluna sem er bæði kostnaðarsöm og miskunnarlaus.

„Í fyrsta lagi kláraði ég öll mánaðarlaun í þetta og svo komu inn smálánin. Ég var búinn að „maxa“ þau alls staðar, svo kom netgíró og allt þetta. Svo fékk ég lánað hjá dópsalanum, svo rændi ég peningum af foreldrum mínum. Ég gjörsamlega laug og sveik og stal bara til að redda mér,“ segir Gunnar Ingi og lýsir því að hafa svifist einskis þegar hann var undir

Fór allt í fíkniefni

Gunnar Ingi heldur úti vefþáttunum Lífið á biðlista. Þar ræðir hann við fólk sem á það sameiginlegt að glíma við fíknisjúkdóm og hefur upplifað kerfislegt mótlæti og fordóma samfélagsins. Þáttagerðin hefur verið Gunnari Inga lífakkeri í edrúmennskunni síðustu mánuði og veitt honum tilgang.

Hann segir undirheima Reykjavíkur ekki ákjósanlegan stað að vera á. Sá heimur fari sífellt harðnandi og erfiðara reynist að heimta fólk úr helju hans vegna úrræðaleysis í málefnum fólks sem glímir við fíknivanda. Með þáttunum vill hann leggja sitt af mörkum við að hafa áhrif.

„Ég lenti í bílslysi þegar ég var 14 eða 15 ára og fékk út úr því tryggingar. Einhverja þrjá og hálfa milljón sem fór inn á framtíðarreikninginn minn. Þegar ég var 18 ára leystist það út og ég held ég hafi verið kannski mánuð að klára það. Það fór mest megnis allt í fíkniefni.“ 

mbl.is