„Maður hélt að maður gæti allt og þyrfti ekki aðstoð“

Valgeir Magnússon | 1. október 2023

„Maður hélt að maður gæti allt og þyrfti ekki aðstoð“

Valgeir Magnússon viðskipta- og hagfræðingur er gestur í Dagmálum Morgunblaðsins. Hann skrifaði pistil á dögunum um konu sem hafði látist á biðlista eftir plássi í meðferð. Valgeir þekkir það af eigin raun hvað biðin eftir plássi í meðferð getur verið tregafull en sonur hans er með fíknisjúkdóm og er í bata. Það eru 14 ár síðan sjúkdómurinn kom upp og segir Valgeir að það hafi margt breyst á þeim tíma. 

„Maður hélt að maður gæti allt og þyrfti ekki aðstoð“

Valgeir Magnússon | 1. október 2023

Valgeir Magnússon viðskipta- og hagfræðingur er gestur í Dagmálum Morgunblaðsins. Hann skrifaði pistil á dögunum um konu sem hafði látist á biðlista eftir plássi í meðferð. Valgeir þekkir það af eigin raun hvað biðin eftir plássi í meðferð getur verið tregafull en sonur hans er með fíknisjúkdóm og er í bata. Það eru 14 ár síðan sjúkdómurinn kom upp og segir Valgeir að það hafi margt breyst á þeim tíma. 

Valgeir Magnússon viðskipta- og hagfræðingur er gestur í Dagmálum Morgunblaðsins. Hann skrifaði pistil á dögunum um konu sem hafði látist á biðlista eftir plássi í meðferð. Valgeir þekkir það af eigin raun hvað biðin eftir plássi í meðferð getur verið tregafull en sonur hans er með fíknisjúkdóm og er í bata. Það eru 14 ár síðan sjúkdómurinn kom upp og segir Valgeir að það hafi margt breyst á þeim tíma. 

„SÁÁ veitti okkur aðstoð. Það var námskeið fyrir foreldra. Það var yfirborðskennt. Það var meira um hvernig virkar sjúkdómurinn. Ekki dýpri samskiptahjálp. Ég get svo sem ekki kvartað yfir því ég hafði ekki vit á því á þessum tíma að leita sér hjálpar. Maður hélt að maður gæti allt og þyrfti ekki aðstoð sem maður veit í dag að það er ekki þannig. Það er miklu meiri vitneskja í samfélaginu í dag en það var þá þegar við vorum að stíga okkar fyrstu skref. Að við værum með einstakling með sjúkdóm. Það eru í dag orðin 14 ár síðan. Samfélagið hefur breyst mikið á þessum tíma,“ segir Valgeir. 

Fannst ykkur þetta vera aumingjaskapur?

„Nei, það var ekki þar. Maður var ekki alveg að skilja sjúkdóminn. Svo hellist yfir mann, hvað gerði ég rangt? Hvar klikkuðum við? Það kemur. Þegar maður áttar sig á því að einstaklingurinn bregst ekki við eins og maður sjálfur í sambærilegum aðstæðum. Af hverju er hann ekki eins og ég? Það eru allskonar hugsunarvillur sem koma upp.“

mbl.is