„Ég er búin að prófa að vera í svo mikilli fátækt“

Edrúland | 14. nóvember 2023

„Ég er búin að prófa að vera í svo mikilli fátækt“

Marí­anna Páls­dótt­ir, snyrti­fræðing­ur á Snyrti­stofu Reykja­vík­ur, varð fyr­ir mikl­um brot­sjó í líf­inu. Þegar hún var 26 ára var hún einstæð með fjögur börn og átti ekkert nema sig og börnin. Ef fjölskyldan hefði ekki hjálpað henni hefði hún ekki haft húsaskjól.

„Ég er búin að prófa að vera í svo mikilli fátækt“

Edrúland | 14. nóvember 2023

Marí­anna Páls­dótt­ir, snyrti­fræðing­ur á Snyrti­stofu Reykja­vík­ur, varð fyr­ir mikl­um brot­sjó í líf­inu. Þegar hún var 26 ára var hún einstæð með fjögur börn og átti ekkert nema sig og börnin. Ef fjölskyldan hefði ekki hjálpað henni hefði hún ekki haft húsaskjól.

Marí­anna Páls­dótt­ir, snyrti­fræðing­ur á Snyrti­stofu Reykja­vík­ur, varð fyr­ir mikl­um brot­sjó í líf­inu. Þegar hún var 26 ára var hún einstæð með fjögur börn og átti ekkert nema sig og börnin. Ef fjölskyldan hefði ekki hjálpað henni hefði hún ekki haft húsaskjól.

„Ég er búin að prófa að vera í svo mikilli fátækt. Ég er búin að prófa að vera heimilislaus nánast með börnin mín. Þegar ég komst að þessu framhjáhaldi úti í Svíþjóð þar sem við bjuggum kom ég heim allslaus. Ég stend ein á götunni. Hvernig getur þetta gerst?“ segir Maríanna í Dagmálum Morgunblaðsins. 

Forsaga málsins er að Maríanna flutti til Svíþjóðar með börnin sín þrjú. Hún og þáverandi kærasti eignuðust eitt barn í viðbót. Fljótlega fór að bera á erfiðleikum í sambandinu og þegar Maríanna komast að því að hann væri henni ótrúr flutti hún til Íslands með ekkert á milli handanna. 

Þegar hún er spurð að því hvað hún hafi gert í þessum aðstæðum segist hún vera lánsöm því hún fékk mikla hjálp. 

„Ég fór til mömmu og pabba og ég fékk rosalega hjálp. Þarna er komin 26 ára fjögurra barna móðir í molum,“ segir Maríanna en í þættinum segir hún frá því hvernig hún náði að heila sjálfa sig og stíga upp úr erfiðum aðstæðum. 

mbl.is