Lífið hrundi til grunna á biðlistanum

Edrúland | 12. október 2023

Lífið hrundi til grunna á biðlistanum

Gunnar Ingi Valgeirsson er búinn að vera edrú síðan 1. febrúar á þessu ári. Hann hefur oft verið manneskjan á biðlistanum og beinir nú athyglinni að fólki sem er í þeirri stöðu. Upp á síðkstið hefur hann rætt við einstaklinga með fíknisjúkdóma sem vilja eignast líf án hugbreytandi efna. 

Lífið hrundi til grunna á biðlistanum

Edrúland | 12. október 2023

Gunnar Ingi Valgeirsson er búinn að vera edrú síðan 1. …
Gunnar Ingi Valgeirsson er búinn að vera edrú síðan 1. febrúar.

Gunnar Ingi Valgeirsson er búinn að vera edrú síðan 1. febrúar á þessu ári. Hann hefur oft verið manneskjan á biðlistanum og beinir nú athyglinni að fólki sem er í þeirri stöðu. Upp á síðkstið hefur hann rætt við einstaklinga með fíknisjúkdóma sem vilja eignast líf án hugbreytandi efna. 

Gunnar Ingi Valgeirsson er búinn að vera edrú síðan 1. febrúar á þessu ári. Hann hefur oft verið manneskjan á biðlistanum og beinir nú athyglinni að fólki sem er í þeirri stöðu. Upp á síðkstið hefur hann rætt við einstaklinga með fíknisjúkdóma sem vilja eignast líf án hugbreytandi efna. 

Þrír af þeim sem hann var með í meðferð síðast hafa látið lífið á þessu ári vegna neyslu á hugbreytandi efnum. 

Faðir hans, Valgeir Magnússon sem er þekktur auglýsingamaður, skrifaði áhrifaríkan pistil sem birtist á Smartlandi fyrir stuttu en Gunnar Ingi hvatti hann til að skrifa um málefnið. 

„Ég og svo margir aðrir höfum þurft að ganga í gegnum þetta leiðinlega ferli sem biðlistarnir hafa upp á að bjóða. Ég hef nokkrum sinnum þurft að bíða í meira en sex mánuði eftir að komast inn á Vog eða aðrar meðferðarstofnanir og lífið fór í vaskinn á meðan. Það var loksins á þessu ári, eftir sex mánaða meðferð á Krýsuvík, sem ég náði bata. Edrú dagurinn minn er 1. febrúar á þessu ári þannig ég hef verið edrú bráðum í 9 mánuði, sem er lengsti tími sem ég hef náð,“ segir Gunnar Ingi í samtali við Smartland. 

Hann segir að það sé allt of lítið talað um fólk sem er með fíknisjúkdóma og er á biðlista eftir því að komast í meðferð. 

„Ég ákvað loksins að reyna hafa einhver áhrif eftir að ung móðir, sem ég þekkti, lést tveimur dögum eftir að hún kom út af Vogi. Hún var látin bíða í þrjár vikur eftir að komast í eftirmeðferð á Vík. Ég er því miður búinn að sjá þetta gerast alltof oft á þessum 13 árum sem ég hef verið að glíma við þennan sjúkdóm. Það eru þrír látnir af þeim sem ég var með í 6 mánaða meðferð á þessu ári, en þetta ákveðna atvik fyllti einhvern mæli. 

Ég ákvað þá að reyna að leggja mitt af mörkum og skrifaði pistil á Facebook sem ég síðan bað pabba minn, Valgeir Magnússon, um að breyta í grein sem fékk nafnið „Ung móðir lést á meðan hún beið eftir plássi“ á Smartlandi,“ segir Gunnar Ingi sem ákvað að taka viðtöl við fólk með fíknisjúkdóma sem er á biðlista eftir að komast í meðferð. 

„Ég er bara einn á bakvið þetta. Þetta er stórt og alvarlegt vandamál sem fáir þora að tala um því með þessum sjúkdóm fylgir svo mikil skömm. Flestir sem eru á biðlista eru líka í þeirri stöðu að þeir eru ekki teknir alvarlega. Margir glíma við alvarlegar ranghugmyndir og eru í felum frá öllum og öllu. Það eru sögur sem aldrei verða sagðar og það eru sögur þeirra sem hafa látist áður en þau drifu inn í afeitrun eða meðferð. Einu sögurnar sem standa eftir eru sorgarsögur aðstandenda sem eru skilin eftir í molum,“ segir Gunnar Ingi. 

Lífið á biðlista

mbl.is