„Ég var að drepa mig“

Edrúland | 22. september 2023

„Ég var að drepa mig“

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell opnaði sig á dögunum um baráttu sína við eiturlyfjafíkn á tíunda áratugnum sem hún segir að hafi næstum því orðið henni að bana á hátindi fyrirsætuferils hennar. 

„Ég var að drepa mig“

Edrúland | 22. september 2023

Naomi Campbell opnaði sig um baráttu sína við eiturlyfjafíkn á …
Naomi Campbell opnaði sig um baráttu sína við eiturlyfjafíkn á hátindi ferilsins. THEO WARGO

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell opnaði sig á dögunum um baráttu sína við eiturlyfjafíkn á tíunda áratugnum sem hún segir að hafi næstum því orðið henni að bana á hátindi fyrirsætuferils hennar. 

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell opnaði sig á dögunum um baráttu sína við eiturlyfjafíkn á tíunda áratugnum sem hún segir að hafi næstum því orðið henni að bana á hátindi fyrirsætuferils hennar. 

Campbell ræddi eiturlyfjafíknina á einlægan og hreinskilin máta í nýjum þáttum, The Super Models. Hún segist hafa notað kókaín til að takast á við áföll í æsku og fráfalls ítalska hönnuðarins Gianni Versace, sem var náinn vinur hennar, en hann var myrtur fyrir utan heimili sitt í Miami árið 1997.

„Ég held að þegar ég byrjaði að nota þau, þá var það eitt af því sem ég reyndi að hylja, sorg. Fíkn er svo mikið ... kjaftæði, það er það í raun. Þú hugsar: „Ó, þetta mun lækna sárið.“ En það gerir það ekki. Það getur valdið svo miklum ótta og kvíða. Svo ég varð mjög reið,“ sagði Campbell.

Barðist við fíknina í fimm ár

Fyrirsætan barðist við fíkn í fimm ár áður en fór í meðferð. „Þegar þú reynir að hylja eitthvað, tilfinningar þínar – þú talaðir um yfirgefningu. Ég reyndi að hylja það með einhverju. Þú getur ekki hulið það. Ég var að drepa mig. Þetta var mjög sárt,“ útskýrði hún, en hún hefur áður opnað sig um áfallið þegar faðir hennar yfirgaf móður hennar þegar hún var barn.

„Ég valdi að fara í meðferð. Það var eitt það besta og eina sem ég hefði getað gert fyrir sjálfa mig á þeim tíma. Það hefur tekið mig mörg ár að vinna í og takast á við þetta. Og það kemur stundum upp ennþá. En ég hef bara tækin til að takast á við það núna þegar það kemur upp,“ bætti fyrirsætan við. 

mbl.is