Sefur í gistiskýlinu og langar helst að deyja

Edrúland | 9. nóvember 2023

Sefur í gistiskýlinu og langar helst að deyja

Gunnar Ingi Valgeirsson heldur úti viðtalsþáttunum Lífið á biðlista. Nýjasti viðmælandi hans er ennþá í neyslu, er heimilislaus og getur hallað sér í gistiskýlinu. Hann tók með sér rauðvínsbelju í viðtalið og segir að hann drekki nokkra lítra af víni á dag.

Sefur í gistiskýlinu og langar helst að deyja

Edrúland | 9. nóvember 2023

Gunnar Ingi Valgeirsson heldur úti viðtalsþáttunum Lífið á biðlista. Nýjasti viðmælandi hans er ennþá í neyslu, er heimilislaus og getur hallað sér í gistiskýlinu. Hann tók með sér rauðvínsbelju í viðtalið og segir að hann drekki nokkra lítra af víni á dag.

Gunnar Ingi Valgeirsson heldur úti viðtalsþáttunum Lífið á biðlista. Nýjasti viðmælandi hans er ennþá í neyslu, er heimilislaus og getur hallað sér í gistiskýlinu. Hann tók með sér rauðvínsbelju í viðtalið og segir að hann drekki nokkra lítra af víni á dag.

„Ég drekk svo mikið magn að það er ógeðslegt. Ég veit ekki í hvers vegna í andskotunum ég er á lífi. Ég drekk marga lítra á dag.“

Aðspurður að því hvað þetta ástand er búið að vara lengi segist hann vera búinn að vera svona í meira og minna í 20 ár. 

„Ég byrjaði mjög ungur að fikta. Ég man eiginlega aldrei eftir mér öðruvísi en með kvíða. Ég er mjög líklega með undirliggjandi geðsjúkdóma. Ég veit að þetta er skrýtið að segja þetta,“ segir hann. 

Þegar hann var yngri leitaði hann sér hjálpar hjá geðlæknum en segir að eina sem þeir gerðu hafi verið að setja hann á lyf sem létu honum líða ömurlega. Hann segir að lyfin hafi haldið honum sofandi. 

„Þeir voru bara að deyfa mig,“ segir hann. 

Hann segist hafa fundið fyrir vellíðan í fyrsta skipti sem hann drakk því þá hvarf kvíðinn. Ástandið er ekki þannig í dag og þegar hann fer að sofa á kvöldin í gistiskýlinu óskar hann þess að hann vakni ekki aftur. Hann segir að ástandið í gistiskýlinu sé ekki gott. Þar sé fólk í geðrofi og það séu spautur og blóð út um allt. Þar séu allir á biðlista. 

Lífið á biðlista

mbl.is