Bradley Cooper edrú í 19 ár

Edrúland | 23. ágúst 2023

Bradley Cooper edrú í 19 ár

Bandaríski leikarinn Bradley Cooper opnaði sig á dögunum um eiturlyfjaneyslu sína og edrúlífið, en leikarinn fagnar tuttugu ára edrúafmæli sínu á næsta ári. 

Bradley Cooper edrú í 19 ár

Edrúland | 23. ágúst 2023

Bradley Cooper tókst á við ótal áskoranir ásamt Bear Grylls.
Bradley Cooper tókst á við ótal áskoranir ásamt Bear Grylls. Samsett mynd

Bandaríski leikarinn Bradley Cooper opnaði sig á dögunum um eiturlyfjaneyslu sína og edrúlífið, en leikarinn fagnar tuttugu ára edrúafmæli sínu á næsta ári. 

Bandaríski leikarinn Bradley Cooper opnaði sig á dögunum um eiturlyfjaneyslu sína og edrúlífið, en leikarinn fagnar tuttugu ára edrúafmæli sínu á næsta ári. 

Cooper var gestur í ævintýraþættinum Running Wild With Bear Grylls: The Challenge, en þar tókst hann á við líkamlegar og andlegar áskoranir ásamt ævintýramanninum sjálfum, Bear Grylls, í gljúfrum Wyoming.

Leikarinn sagði meðal annars frá reynslu sinni úr fíkniefnaheiminum og hvernig hann sigraðist á fíkninni með hjálp góðra vina. Cooper barðist við áfengis- og kókaínfíkn. 

„Hvað varðar áfengi og fíkniefni, þá hafði það ekkert með frægð að gera,“ viðurkenndi Cooper. „Ég var heppinn, ég varð edrú, 29 ára. Ég hef verið edrú í 19 ár,“ sagði leikarinn. 

Góðvinur Coopers, leikarinn og grínistinn Will Arnett, var sá sem kom Cooper aftur á beinu brautina árið 2004. mbl.is