Mamma valdi vín fram yfir Birtu á meðan pabbi var í fangelsi

Sterk saman | 28. nóvember 2022

Mamma valdi vín fram yfir Birtu á meðan pabbi var í fangelsi

21 árs gömul stúlka mætti í hlaðvarpið Sterk saman og sagði sögu sína. Hún vildi ekki koma fram undir nafni en er hér kölluð Birta.

Mamma valdi vín fram yfir Birtu á meðan pabbi var í fangelsi

Sterk saman | 28. nóvember 2022

21 árs gömul stúlka mætti í hlaðvarpið Sterk saman og sagði sögu sína. Hún vildi ekki koma fram undir nafni en er hér kölluð Birta.

21 árs gömul stúlka mætti í hlaðvarpið Sterk saman og sagði sögu sína. Hún vildi ekki koma fram undir nafni en er hér kölluð Birta.

Birta ólst upp við aðstæður heima fyrir sem ekkert barn á að þurfa að upplifa. Mikil drykkja móður og stjúpmóður gerði það að verkum að öryggið var ekkert. Faðir Birtu býr í Noregi. 

„Pabbi minn er inn og út úr fangelsi í Noregi, býr annars á götunni og hefur aldrei verið í mínu lífi. Ég held ég hafi hitt hann fjórum sinnum,“ segir hún. 

Barnavernd í Keflavík kom inn í líf hennar þegar hún var fimm ára og var hún undir eftirliti þess til 17 ára aldurs. 

„Ég var tekin frá mömmu og sett á mörg fósturheimili en barnavernd er ekki það sem nafnið gefur til kynna í mínum huga. Það var aldrei hlustað á mig sem barn, ég var alltaf vandamálið, ég var erfið, ég var öðruvísi en það spáði enginn í það af hverju ég væri erfið eða hætti að tala til dæmis,“ segir Birta og bætir við að hún hafi sagt frá ofbeldi á einu fósturheimilanna en var ekki trúað. 

Birta lærði snemma að hennar innsæi væri ekki rétt og hennar upplifun og tilfinningar ættu ekki rétt á sér, hún var ekki mikilvæg. 

„Mamma sagði mér það, áfengi kemur fyrst, það er mikilvægara en þú.“

Unglingsárin voru erfið, Birta var á enn einu fósturheimilinu, þar var hún beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi.

„Fyrst komu starfsmenn frá barnavernd að hitta mig og ég sagði frá ofbeldinu, eftir það var ekki spurt meira. Svarið sem ég heyrði var að þau skildu að ég vildi búa hjá mömmu, eins og ég væri að ljúga ofbeldinu til að fara til baka.“

Á þessum tíma, 14 ára gömul, tók við mótþrói og Birta hætti að mæta í skólann. Hún fann sér félagsskap sem hentaði og flúði tilfinningar sínar og líðan með vímuefnum. Í gegnum þennan félagsskap kynntist hún kærasta sínum. Hún segir að fyrst um sinn hafi hann verið æðislegur og hún varð ástfangin af honum. 

„Hann sagði allt sem ég þráði að heyra og gerði allt sem ég þurfti fyrst um sinn en svo breyttist allt hægt og rólega.“

Þessi draumaprins sem Birta kolféll fyrir og var í sambandi með í tvö og hálft ár reyndist vera narsissisti og beitti hana miklu og grófu andlegu ofbeldi. 

„Ég var farin að biðjast afsökunar á því sem hann gerði. Hann gaslýsti mig stanslaust, braut mig niður, hótaði og náði að spila sig fórnarlamb gagnvart öllum öðrum svo ég væri gerandinn.“

Í þau skipti sem Birta ætlaði að fara frá honum hótaði hann henni, tók hana hálstaki og bannaði henni að fara. Stundum lofaði hann öllu fögru en svo byrjaði sami vítahringur aftur. 

Birta ákvað að fara til Noregs. Hún vildi flýja Ísland. Í Noregi áttaði hún sig á því að Ísland var ekki vandamálið heldur hún sjálf og aðstæður hennar. Hún hafði tekið kærastann með sér til Noregs og ekki leið á löngu þar til hann var farinn að halda framhjá henni. Hún segir að ofbeldið hafi ekki hætt af hans hálfu þrátt fyrir sambandsslitin. 

Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is