Hildur tilnefnd til Golden Globe

Hildur Guðnadóttir | 12. desember 2022

Hildur tilnefnd til Golden Globe

Kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir er tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Women Talking. Tilnefningar til verðlaunanna voru gerðar opinberar rétt í þessu. 

Hildur tilnefnd til Golden Globe

Hildur Guðnadóttir | 12. desember 2022

Hildur Guðnadóttir hefur áður unnið Golden Globe verðlaun, þá fyrir …
Hildur Guðnadóttir hefur áður unnið Golden Globe verðlaun, þá fyrir tónlist í kvikmyndinni Jóker. AFP

Kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir er tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Women Talking. Tilnefningar til verðlaunanna voru gerðar opinberar rétt í þessu. 

Kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir er tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Women Talking. Tilnefningar til verðlaunanna voru gerðar opinberar rétt í þessu. 

Hildur, sem hlaut verðlaunin árið 2020 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jóker, er tilnefnd í flokki fyrir bestu upprunalegu kvikmyndatónlistina. Hún hlaut ekki tilnefningu fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Tár, en sú kvikmynd hlaut þrjár tilnefningar til verðlaunanna.

Women Talking er einnig tilnefnd fyrir besta handritið en það er Sarah Polley sem skrifaði handritið og leikstýrði.

Golden Globe-verðlaunin verða afhent hinn 10. janúar 2023 í Los Angeles.

Kvikmyndin The Banchees of Inisherin hlaut flestar tilnefningar til verðlaunanna í ár, alls átta. Everything Everywhere All at Once hlaut sex tilnefningar og Babylon og The Fabelmans hlutu fimm hvor. 

Átakanlegt umfjöllunarefni

Kvik­mynd­in Women Talk­ing fjall­ar um hóp kvenna sem eru ein­angraðar í trú­ar­legu sam­fé­lagi. Kon­urn­ar þurfa að taka ákvörðun um hvort þær ætli að vera áfram hluti af sam­fé­lag­inu eða að reyna að yf­ir­gefa það eft­ir að hafa verið beitt­ar grófu kyn­ferðisof­beldi. Hefur Hildur sagt í viðtölum við fjölmiðla í Bandaríkjunum að það hafi verið erfitt að skrifa tónlistina. 

„Ég varð rosa­lega reið og leið fyr­ir hönd þessarra kvenna og það sem var gert við þær lamaði mig eig­in­lega. Ég gat ekki byrjað að nálg­ast tón­list­ina því ég var svo reið. Mig langaði ekki til að semja tónlist, mig langaði að lemja ein­hvern,“ sagði Hild­ur.

mbl.is