Hildi spáð tilnefningu

Hildur Guðnadóttir | 23. janúar 2023

Hildi spáð tilnefningu

Bandaríska tímaritið Variety spáir því að íslenska kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir muni hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Women Talking.

Hildi spáð tilnefningu

Hildur Guðnadóttir | 23. janúar 2023

Hildi Guðnadóttur er spáð tilnefningu til Óskarsverðlaunanna.
Hildi Guðnadóttur er spáð tilnefningu til Óskarsverðlaunanna. AFP

Bandaríska tímaritið Variety spáir því að íslenska kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir muni hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Women Talking.

Bandaríska tímaritið Variety spáir því að íslenska kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir muni hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Women Talking.

Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða gerðar opinberar á morgun en Hildur er á stuttlista Akademíunnar. 

Hildur á tónlist í tveimur stórum kvikmyndum í ár, Women Talking og Tár. Hlaut hún Critics Choice-verðlaunin fyrir Tár, en hún verður ekki tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir þá mynd þar sem tónlist hennar blandast við eldri tónlist í myndinni.

Auk Hildar spáir Variety því að Volker Bertelmann (All Quiet on the Western Front), Justin Hurwitz (Babylon), John Williams (The Fabelmans) og Alexandre Desplat (Guillermo del Toro's Pinocchio) hljóti tilnefningar. 

mbl.is