Heldur sigurför Hildar áfram?

Hildur Guðnadóttir | 10. janúar 2023

Heldur sigurför Hildar áfram?

Hildur Guðnadóttir kvikmyndatónskáld gæti bætt öðrum Golden Globe-verðlaunum í safn sitt í nótt þegar verðlaunin verða afhend í Los Angeles. Hildur er tilnefnd fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Women Talking. 

Heldur sigurför Hildar áfram?

Hildur Guðnadóttir | 10. janúar 2023

Hildur Guðnadóttir gæti farið heim með Golden Globe-verðlaun í nótt.
Hildur Guðnadóttir gæti farið heim með Golden Globe-verðlaun í nótt. Samsett mynd

Hildur Guðnadóttir kvikmyndatónskáld gæti bætt öðrum Golden Globe-verðlaunum í safn sitt í nótt þegar verðlaunin verða afhend í Los Angeles. Hildur er tilnefnd fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Women Talking. 

Hildur Guðnadóttir kvikmyndatónskáld gæti bætt öðrum Golden Globe-verðlaunum í safn sitt í nótt þegar verðlaunin verða afhend í Los Angeles. Hildur er tilnefnd fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Women Talking. 

Fyrir upprunalega tónlist í kvikmynd eru einng tilnefndir Carter Burwell fyrir The Banshee of Inisherin, Alexandre Desplat fyrir Guillermo Del Toro's Pinocchio, Justin Hurwitz fyrir Babylon og John Williams fyrir The Fabelsmans. Hildur er því eina konan sem tilnefnd er í þessum flokki í ár.

Hildur hlaut verðlaunin árið 2020 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jóker. Hlaut hún síðast BAFTA-verðlaun og Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í þeirri mynd. Sama ár hlaut Hildur einnig Emmy-verðlaun og Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 

Golden Globe-verðlaunahátíðin er sú fyrsta á verðlaunahátíðavertíðinni í Hollywood og þykir setja tóninn fyrir komandi hátíðir en framundan eru Grammy-verðlaunahátíðin, Critics Choice-verðlaunahátíðini, Bafta-verðlaunahátíðin, Screen Actors Guild-verðlaunahátíðin og síðast en ekki síst Óskarsverðlaunahátíðin. Hildur er nú þegar komin á stuttlista Óskarsakademíunnar fyrir tilnefningar. 

mbl.is