Strákarnir sem stálu senunni

Fatastíllinn | 13. janúar 2023

Strákarnir sem stálu senunni

Leikarinn Billy Porter læðist ekki með veggjum þegar kemur að því að klæða sig upp fyrir verðlaunahátíðir. Porter stal senunni á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í vikunni þegar hann mætti í bleikri múnderíngu. 

Strákarnir sem stálu senunni

Fatastíllinn | 13. janúar 2023

Seth Rogen, Donald Glover, Billy Porter og Andrew Garfield fóru …
Seth Rogen, Donald Glover, Billy Porter og Andrew Garfield fóru út fyrir þægindarammann á Golden Globe-verðlaunahátíðinni. Samsett mynd/AFP

Leikarinn Billy Porter læðist ekki með veggjum þegar kemur að því að klæða sig upp fyrir verðlaunahátíðir. Porter stal senunni á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í vikunni þegar hann mætti í bleikri múnderíngu. 

Leikarinn Billy Porter læðist ekki með veggjum þegar kemur að því að klæða sig upp fyrir verðlaunahátíðir. Porter stal senunni á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í vikunni þegar hann mætti í bleikri múnderíngu. 

Jakkakjóllinn sem Porter klæddist er frá Christian Siriano og minnir óneitanlega á kjólinn sem hann var í á Óskarsverðlaunum árið 2019. Kjóllinn er enda frá sama hönnuði. 

Billy Porter.
Billy Porter. AFP/Jon Kopaloff

Leikarinn Donald Glover klæddist einnig eftirminnilegum fötum. Svörtum fínum jakka með stórum axlapúðum við silkináttföt frá Saint Laurent. 

Donald Glover.
Donald Glover. AFP/Frederic J. Brown

Leikarinn Andrew Garfield hætti sér líka út fyrir þægindarammann þegar hann valdi sér dökk appelsínugul jakkaföt í klassísku sniði. Seth Rogen var líka í sumarfíling þegar hann valdi sér laxableikan smóking við hvíta skyrtu. 

Andrew Garfield.
Andrew Garfield. AFP/Jon Kopaloff
Lauren Miller og Seth Rogen.
Lauren Miller og Seth Rogen. AFP/Amy Sussman
mbl.is