„Everything Everywhere“ var sigursælust

Verðlaunahátíðir 2023 | 27. febrúar 2023

„Everything Everywhere“ var sigursælust

Kvikmyndin Everything Everywhere All At Once sópaði til sín verðlaunum á Screen Actors Guild-hátíðinni í Hollywood í nótt.

„Everything Everywhere“ var sigursælust

Verðlaunahátíðir 2023 | 27. febrúar 2023

Leikararnir Michelle Yeoh, Ke Huy Quan, Stephanie Hsu, Jamie Lee …
Leikararnir Michelle Yeoh, Ke Huy Quan, Stephanie Hsu, Jamie Lee Curtis og James Hong með verðlaunagripi sína á SAG-verðlaununum. AFP/Frederic J. Brown

Kvikmyndin Everything Everywhere All At Once sópaði til sín verðlaunum á Screen Actors Guild-hátíðinni í Hollywood í nótt.

Kvikmyndin Everything Everywhere All At Once sópaði til sín verðlaunum á Screen Actors Guild-hátíðinni í Hollywood í nótt.

Hún var valin besta myndin, auk þess sem Michelle Yeoh var kjörin besta leikkonan í aðalhlutverki. Sömuleiðis var Ke Huy Quan valinn besti leikarinn í aukahlutverki og Jamie Lee Curtist besta leikkonan í aukahlutverki.

Stéttarfélag leikara, sem samanstendur af yfir 120 þúsund manns, stendur að baki SAG-verðlaununum.

Everything Everywhere hefur áður hlotið hin ýmsu verðlaun á verðlaunahátíðum og er myndin talin líkleg til afreka á Óskarsverðlaununum í 12. mars.

Brendan Fraser.
Brendan Fraser. AFP/Frederic J. Brown

Brendan Fraser var valinn besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í The Whale.

Sjónvarpsþættirnir The White Lotus og Abbot Elementary hlutu SAG-verðlaunin fyrir bestu drama- og gamanþættina.

Listinn yfir alla verðlaunahafana

mbl.is