Sló í gegn með Moussaieff-demanta

Fatastíllinn | 11. janúar 2023

Sló í gegn með Moussaieff-demanta

Leikkonan Michelle Yeoh var afar glæsileg þegar hún tók á móti Golden Globe-verðlaunum í nótt. Yeoh var í glitrandi síðkjól frá Armani Privé og einstaklega fallega skartgripi frá Moussai­eff Jewell­ers. 

Sló í gegn með Moussaieff-demanta

Fatastíllinn | 11. janúar 2023

Michelle Yeoh með verðlaunin og fallega hálsfesti.
Michelle Yeoh með verðlaunin og fallega hálsfesti. AFP

Leikkonan Michelle Yeoh var afar glæsileg þegar hún tók á móti Golden Globe-verðlaunum í nótt. Yeoh var í glitrandi síðkjól frá Armani Privé og einstaklega fallega skartgripi frá Moussai­eff Jewell­ers. 

Leikkonan Michelle Yeoh var afar glæsileg þegar hún tók á móti Golden Globe-verðlaunum í nótt. Yeoh var í glitrandi síðkjól frá Armani Privé og einstaklega fallega skartgripi frá Moussai­eff Jewell­ers. 

Skart­gripa­merkið Moussai­eff er í eigu fjöl­skyldu Dor­rit­ar Moussai­eff, eig­in­konu Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar fyrr­ver­andi for­seta Íslands.

Yeoh hlaut verðlaunin fyrir besta leik í gam­an- og söng­leikja­flokkn­um í myndinni Everything Everywh­ere All At Once. Yeoh er greinilega mikill aðdáandi Moussai­eff Jewell­ers en hún skartaði fallegum eyrnalokkum frá merkinu á frumsýningu James Bond árið 2021. 

Fleiri frægar konur hafa sést með skartgripi frá merkinu á opinberum viðburðum. Mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney var með eyrnalokka frá skartgripamerkinu á frumsýningu í fyrra og leikkonan Maria Bakalova var með skartgripi á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2021. 

Michelle Yeoh var skreytt demöntum.
Michelle Yeoh var skreytt demöntum. AFP
Michelle Yeoh.
Michelle Yeoh. AFP
mbl.is