Endaði ólétt á götunni

Sterk saman | 14. desember 2022

Endaði ólétt á götunni

Alma Lind er 37 ára úr Vesturbænum. Hún er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman. Hún fæddist í Danmörku en móðir hennar flutti heim með þær systur því hún vildi hætta að drekka en það vildi pabbi hennar ekki, hann er alkahólisti. 

Endaði ólétt á götunni

Sterk saman | 14. desember 2022

Alma Lind er 37 ára úr Vesturbænum. Hún er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman. Hún fæddist í Danmörku en móðir hennar flutti heim með þær systur því hún vildi hætta að drekka en það vildi pabbi hennar ekki, hann er alkahólisti. 

Alma Lind er 37 ára úr Vesturbænum. Hún er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman. Hún fæddist í Danmörku en móðir hennar flutti heim með þær systur því hún vildi hætta að drekka en það vildi pabbi hennar ekki, hann er alkahólisti. 

Alma hefur nýtt sér heilræði sem mamma hennar kenndi henni þegar hún var lítil.

„Vertu bara sterk og dugleg,“ segir Alma og segir frá því að hún hafi verið lögð í einelti þegar hún var í barnaskóla.

Aðeins 9 ára horfði Alma upp í stjörnurnar og hugsaði með sér hvað líf hennar yrði gott þegar hún myndi ráða sjálf yfir sér. Þá myndi hún prófa allt. 10 ára gömul var hún ein inni í kofa á leikskóla að æfa sig að reykja til þess að kunna það þegar hún yrði unglingur og gæti byrjað að reykja. 

„Ég ætlaði ekki að vera hóstandi þegar allir hinir byrjuðu að reykja,“ segir hún. 

Alma vissi að þetta yrði grýttur vegur en vissi að þetta yrði hennar leið. Hún byrjaði að drekka 13 ára og drakk hverja helgi. Í 9. bekk lenti Alma í nauðgun og varð það til þess að allir krakkarnir snerust gegn henni því gerandinn laug.

Alma fór fyrst í meðferð 26 ára og náði að vera edrú í þrjú ár. Hún kynntist þá barnsföður sínum. Þegar sonur þeirra var tveggja og hálfs féll hún og barnsfaðir hennar fór með son þeirra. 

Nokkrum mánuðum seinna varð Alma orðin ólétt aftur og náði að halda sér edrú á meðan hún gekk með barnið. Hún leitaði ráða á geðdeild þegar hún fann að hún var tæp. 

„Ég átti bara að vera inni á mömmu minni eins og einhver hræðilegur dópisti með barnið mitt og ekki treystandi fyrir neinu. Þetta er mjög niðurbrjótandi og fann að ég ætti ekki roð í þetta,“ segir hún. 

Barnavernd hafði afskipti af Ölmu og barnið var sett í fóstur. 

„Ég vildi að hann færi í fóstur til 18 ára svo ég færi ekki að reyna einn daginn að rífa hann úr umhverfinu sínu, ég hef séð það gert.“

Alma vildi bara deyja eftir þetta. Hún ákvað að sprauta sig og var í því í ár. Í svona neyslu gerast ljótir hlutir.

„Ég lenti í sjö klukkutíma frelsissviptingu, árás, nauðgunum og var bundin niður. Ég næ svo að hringja í systur mína sem hringir í lögregluna sem kemur og handtekur mig, festir mig svo í löggubílnum. Ég hrækti eitthvað og þá er sett á mig einhver hrákugríma og tvær lögreglukonur beittu mig ofbeldi í bílnum líka, settu hnén í bakið á mér og fleira.“

Alma bætir við:

„Ég var sett í klefa fyrst, næ svo að segja frá árásinni og fór á spítala  öll blá og marin en er svo aftur hent í fangaklefa af því ég var undir áhrifum.“

Eftir að hafa búið á götunni í langan tíma og upplifað allt of margt skall kórnuveirufaraldurinn á og bjargaði lífi Ölmu. 

Jólin á Brim hóteli var dimmur tími og Alma gerir samning við Guð.

„Ef ekkert kraftaverk væri búið að gerast fyrir 13. mars árið eftir ætlaði ég að hoppa fyrir lest í Danmörku. Það var í lok janúar sem ég var orðin ólétt og það var kraftaverkið mitt.“ 

Í stað þess að barnavernd hefði viljað vinna með Ölmu þarna endaði hún ólétt á götunni, sofandi í ruslageymslu, edrú.

Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is

mbl.is