Húsnæðisbætur ekki hækkað sem skyldi

Húsnæðismarkaðurinn | 14. desember 2022

Húsnæðisbætur ekki hækkað sem skyldi

Húsnæðisbætur ættu að taka hækkunum sem mæta þróun verðlags, að mati starfshóps um húsnæðisstuðning. Þá ætti að hækka eignamörk í vaxtabótakerfinu til stuðnings fasteignaeigendum.

Húsnæðisbætur ekki hækkað sem skyldi

Húsnæðismarkaðurinn | 14. desember 2022

Lagt er til að bæturnar hækki í samræmi við vísitölu …
Lagt er til að bæturnar hækki í samræmi við vísitölu neysluverðs. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Húsnæðisbætur ættu að taka hækkunum sem mæta þróun verðlags, að mati starfshóps um húsnæðisstuðning. Þá ætti að hækka eignamörk í vaxtabótakerfinu til stuðnings fasteignaeigendum.

Húsnæðisbætur ættu að taka hækkunum sem mæta þróun verðlags, að mati starfshóps um húsnæðisstuðning. Þá ætti að hækka eignamörk í vaxtabótakerfinu til stuðnings fasteignaeigendum.

Vísitala neysluverðs hækkað um 25%

Frá gildistöku laga um húsnæðisbætur frá upphafi ársins 2017 hafa grunnfjárhæðir húsnæðisbóta hækkað í tvígang, um 4% í janúar 2018 og um 10,0% 1. júní 2022.

Vísitala neysluverðs hefur hins vegar hækkað um 25,2% frá upphafi ársins 2018 til októbermánaðar 2022, að því er bent er á skýrslunni sem hefur verið afhent innviðaráðherra. 

Í lögum um húsnæðisbætur er gert ráð fyrir að grunnfjárhæðir taki breytingum með tilliti til þróunar verðlags- og efnahagsmála.

Stuðningur ætti að vera óháður búsetu

Húsnæðisstuðningur við leigjendur í formi húsnæðisbóta og sérstaks húsnæðisstuðnings, sem nokkur sveitarfélög gefa kost á, ætti þá að vera sameinaður í eitt stuðningskerfi á vegum ríkisins, að mati starfshópsins, til þess að tryggja að byrði húsnæðiskostnaðar leigjenda verði ekki íþyngjandi og að þeir búi við jafnræði óháð búsetu.

Slíkur húsnæðisstuðningur við leigjendur verði einungis háður fjárhagslegum skilyrðum en ekki skilyrtur sérstökum félagslegum aðstæðum viðkomandi.  Til þess að það geti gengið þurfi að taka upp samkomulag um endurskoðaða verka- og kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

Úttekt séreignarsparnaðar fyrir fyrstu kaupendur verði framlengdur

Eftirfarandi atriði taldi starfshópurinn brýnt að greiða úr fyrir eigendur:

  • Hækka eignamörk í vaxtabótakerfinu, til þess að hækka eignamörk í vaxtabótakerfinu og styðja við tekjulægri og eignaminni heimili í eigin húsnæði með þunga byrði húsnæðiskostnaðar
  • Sameining á beinum húsnæðisstuðningi hins opinbera í eitt sameiginlegt kerfi sem verði óháð búsetuformi
  • Setja þurfi skýrari ákvæði í lög um markmið beins húsnæðisstuðnings og tryggja að sá stuðningur þróist í samræmi við verðlag
  • Almenn heimild um séreignasparnað til kaupa á húsnæði verði látin gilda út árið 2024

Þá var haft orð á því að bæta þurfi verulega öflun upplýsinga um leigumarkaðinn, sem hægt sé að gera með bættri skráningu leigusamninga í samræmi við fyrirliggjandi frumvarp innviðaráðherra um skráningarskyldu leigusamninga og leigugreiðslna. 

Lögð er að lokum áhersla á að áhrifaríkasta leiðin til þess að auka húsnæðisöryggi leigjenda sé að auka framboð á íbúðum til leigu en á meðan skortur sé á þeim sé hætta á að leigjendur veigri sér við að standa á rétti sínum og leita hans fyrir kærunefnd húsamála.

mbl.is