Danadrottning ræddi fjölskylduerjur í nýársávarpi

Kóngafólk í fjölmiðlum | 31. desember 2022

Danadrottning ræddi fjölskylduerjur í nýársávarpi

Margrét Þórhildur Danadrottning kveðst sorgmædd yfir þeim ágreiningi sem titilsviptingin hefur vakið innan dönsku konungsfjölskyldunnar. 

Danadrottning ræddi fjölskylduerjur í nýársávarpi

Kóngafólk í fjölmiðlum | 31. desember 2022

Margrét Þórhildur var einlæg í ávarpi sínu.
Margrét Þórhildur var einlæg í ávarpi sínu. AFP

Margrét Þórhildur Danadrottning kveðst sorgmædd yfir þeim ágreiningi sem titilsviptingin hefur vakið innan dönsku konungsfjölskyldunnar. 

Margrét Þórhildur Danadrottning kveðst sorgmædd yfir þeim ágreiningi sem titilsviptingin hefur vakið innan dönsku konungsfjölskyldunnar. 

Í haust ákvað Margrét Þórhildur að svipta börn Jóakims prinsa- og prins­essu­titl­um á nýju ári.

Jóakim prins á fjög­ur börn með tveim­ur kon­um. Eldri dreng­ina Fel­ix og Ni­kolai á hann með fyrri konu sinni og Hinrik og Aþenu á hann með nú­ver­andi eig­in­konu sinni. Jóakim var afar óánægður með þessa ákvörðun móður sinnar. 

Öll þjóðin orðið vitni að hennar vandamálum

Í nýársávarpi sínu lýsti Margrét Þórhildur því yfir að það tæki hana sáran, að samband hennar við Jóakim og eiginkonu hans, hefði stirðnað. 

„Vandamál og ágreiningur getur komið upp upp innan hverrar fjölskyldur, þar á meðal minnar. Öll þjóðin hefur orðið vitni að því.“

Þá bætti hún við að hún væri sannfærð um að fjölskyldan ætti eftir að finna leiðir til að sættast á nýju ári, með trausti, skilningi og nýfundnu hugrekki. 

mbl.is