Átta samstæður með yfir 60% kvótans

Fiskveiðistjórnunin | 9. janúar 2023

Átta samstæður með yfir 60% kvótans

Átta stærstu samstæðurnar (móðurfélög með tilheyrandi dótturfélögum) í íslenskum sjávarútvegi eru – ef gert er ráð fyrir samruna Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma – með rúm 60% af úthlutuðum þorskígildum. Hinsvegar er aðeins eitt félag búið að ná lögbundinni 12% hámarkshlutdeild í heildarkvóta og er það Síldarvinnslan, en Brim er þétt á eftir með 11,41%

Átta samstæður með yfir 60% kvótans

Fiskveiðistjórnunin | 9. janúar 2023

Átta samstæður í sjávarútvegi fara með yfir 60% af úthlutuðum …
Átta samstæður í sjávarútvegi fara með yfir 60% af úthlutuðum þorskígildum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Átta stærstu samstæðurnar (móðurfélög með tilheyrandi dótturfélögum) í íslenskum sjávarútvegi eru – ef gert er ráð fyrir samruna Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma – með rúm 60% af úthlutuðum þorskígildum. Hinsvegar er aðeins eitt félag búið að ná lögbundinni 12% hámarkshlutdeild í heildarkvóta og er það Síldarvinnslan, en Brim er þétt á eftir með 11,41%

Átta stærstu samstæðurnar (móðurfélög með tilheyrandi dótturfélögum) í íslenskum sjávarútvegi eru – ef gert er ráð fyrir samruna Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma – með rúm 60% af úthlutuðum þorskígildum. Hinsvegar er aðeins eitt félag búið að ná lögbundinni 12% hámarkshlutdeild í heildarkvóta og er það Síldarvinnslan, en Brim er þétt á eftir með 11,41%

Þetta má lesa úr samantekt Fiskistofu um stöðu hlutdeild íslenskra fiskiskipa í kvótabundnum nytjastofnum.

Hámarkshlutdeild eða svokallað kvótaþak er einnig til fyrir ólíkar tegundir og nemur það 12% fyrir þorsk en 20% fyrir ýsu, ufsa, síld og loðnu. Engin samstæða er með hámarkshlutdeild í þorski, ýsu, ufsa eða síld, en Skinney-Þinganes er nálægt kvótaþakinu í síld með 18,97% og Brim er nálægt því í ufsa með 19,79%.

Eins og 200 mílur hafa greint frá mun nýtt sameinað félag Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma fara samanlagt með 20,64% hlutdeild í loðnu sem er 0,64% umfram lögbundna hámarkshlutdeild.

Þá sést að þessi átta fyrirtæki eru með 52% af úthlutuðum aflaheimildum í þorski, tæp 56% aflaheimilda í ýsu og rúm 67% aflaheimilda í ufsa. Af þessum átta samstæðum í sjávarútvegi eru sex með síldar- og loðnukvóta en þau fara með rúm 85% af síldarkvótanum og tæp 81% af loðnukvótanum.

mbl.is