Telja tillögu þingmanna VG vega á móti samþjöppun

Fiskveiðistjórnunin | 14. október 2022

Telja tillögu þingmanna VG vega á móti samþjöppun

Strandveiðifélag Íslands telur þingsályktunartillögu fimm þingmanna Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs aum aukningu hlutdeild atvinnu- og byggðakvóta í heildarkvótanum geta „bjargað næstu strandveiðivertíð eftir ófarir síðustu vertíðar,“ að því er fram kemur í yfirlýsingu frá félaginu.

Telja tillögu þingmanna VG vega á móti samþjöppun

Fiskveiðistjórnunin | 14. október 2022

Strandveiðifélag Íslands kveðst styðja þingsályktunartillögu fimm þingmanna VG og segir …
Strandveiðifélag Íslands kveðst styðja þingsályktunartillögu fimm þingmanna VG og segir veiðarnar skynsamlega byggðastefnu og þjóðhagslega mikilvægar. Ljósmynd/Líney Sigurðardóttir

Strandveiðifélag Íslands telur þingsályktunartillögu fimm þingmanna Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs aum aukningu hlutdeild atvinnu- og byggðakvóta í heildarkvótanum geta „bjargað næstu strandveiðivertíð eftir ófarir síðustu vertíðar,“ að því er fram kemur í yfirlýsingu frá félaginu.

Strandveiðifélag Íslands telur þingsályktunartillögu fimm þingmanna Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs aum aukningu hlutdeild atvinnu- og byggðakvóta í heildarkvótanum geta „bjargað næstu strandveiðivertíð eftir ófarir síðustu vertíðar,“ að því er fram kemur í yfirlýsingu frá félaginu.

Strandveiðar sumarsins voru stöðvaðar 21. júlí eftir að þær aflaheimildir sem veiðunum var ætlað kláruðust, en með auknum heimildum hefði verið hægt að stunda veiðarnar út ágústmánuð. Í yfirlýsingunni kveðst Strandveiðifélagið styðja fyllilega „eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins“ og hvetur Alþingi til að samþykkja tillöguna.

Í þingsályktunartillögunni sem um ræðir felur Alþingi matvælaráðherra að færa hlut atvinnu- og byggðakvóta af heildarkvóta hvers fiskveiðiárs úr 5,3% í 8,3%. Samhliða því að leggja áherslu á að breytingin tryggi strandveiðum auknar aflaheimildir.

Strandveiðifélag Íslands var stofnað í mars.
Strandveiðifélag Íslands var stofnað í mars. Ljósmynd/Aðsend

„Strandveiðar eru skynsamleg byggðastefna og þjóðhagslega mikilvægar,“ er fullyrt í yfirlýsingu Strandveiðifélagsins. „Þær auka nýliðun, atvinnu, afleidd störf, starfsemi fiskmarkaða og styðja sérstaklega brothættar byggðir. Þessi aðgerð yki fyrirsjáanleika í viðkvæmri atvinnugrein, minnkaði sveiflur vegna kvótaskerðingar sem hefur meiri áhrif á smærri útgerðir en þær stærri.“

Þá telur félagið strandveiðikerfið til þess fallið að vega á móti „samþjöppun og fákeppni í greininni og forsenda þess að kvótalausar fiskvinnslur séu rekstrarhæfar með því að útvega þeim gæðahráefni í gegnum fiskmarkaði.“

Tekist á um tillöguna

Ekki eru allir á einu máli um tillöguna og vakti Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., athygli á því í aðsendri grein í Morgunblaðinu 3. október síðastliðinn að tillaga um aukna hlutdeild atvinnu- og byggðakvóta kemur á sama tíma og mikill niðurskurður í leyfilegum hámarksafla.

„Nú boða þingmenn VG 50% aukningu á umræddum tilfærslum til sumarstarfanna á strandveiðinni. Ég virði það við þessa þingmenn að nú er ekki, eins og áður var gert, verið að fela það af hvaða sjómönnum vinnan er tekin og til hverra hún er færð. Það mun skerpa alla umræðu um málið,“ sagði Pétur Hafsteinn í grein sinni.

mbl.is