Konungsfjölskyldan lætur eins og ekkert sé

Kóngafólk | 12. janúar 2023

Konungsfjölskyldan lætur eins og ekkert sé

Fyrstu myndir af Vilhjálmi Bretaprins, Katrínu prinsessu og Karli Bretakonungi benda til þess að þau ætli að ekki að láta fjölmiðlafárið í kringum Harry Bretaprins á sig fá. Þau sneru aftur til vinnu í dag eftir nokkurt hlé.

Konungsfjölskyldan lætur eins og ekkert sé

Kóngafólk | 12. janúar 2023

Það var létt yfir hjónunum við opnun nýs spítala í …
Það var létt yfir hjónunum við opnun nýs spítala í Liverpool og þeim vel tekið af almenningi. Hjónin voru fullkomlega í stíl. Klæddust bæði dökkbláum og dökkgrænum fötum. AFP

Fyrstu myndir af Vilhjálmi Bretaprins, Katrínu prinsessu og Karli Bretakonungi benda til þess að þau ætli að ekki að láta fjölmiðlafárið í kringum Harry Bretaprins á sig fá. Þau sneru aftur til vinnu í dag eftir nokkurt hlé.

Fyrstu myndir af Vilhjálmi Bretaprins, Katrínu prinsessu og Karli Bretakonungi benda til þess að þau ætli að ekki að láta fjölmiðlafárið í kringum Harry Bretaprins á sig fá. Þau sneru aftur til vinnu í dag eftir nokkurt hlé.

Vilhjálmur og Katrín opnuðu nýjan spítala í Liverpool. Hjónin virtust glaðleg og vinkuðu til almennings. Aðdáendur söfnuðust saman og fögnuðu þeim ákaft. 

Karl III. kóngur var hins vegar í Skotlandi að heimsækja góðgerðastofnanir. Hann var léttur í bragði og gantaðist með fólkinu. 

Öllum var vel tekið en nýlegar kannanir gefa til kynna að vinsældir Harrys séu í sögulegu lágmarki í Bretlandi og að hann sé í augnablikinu jafnvel óvinsælli en Andrés Bretaprins.

Ímynd Vilhjálms prins hefur beðið hnekki eftir útkomu bókar bróður hans Harry prins. Harry hefur lýst honum sem mjög skapstórum einstaklingi og fjallar meðal annars um hvernig Vilhjálmur hrinti honum um koll þannig að hann slasaðist á baki. Þessar sögur virðast samt ekki ætla að hafa áhrif á vinsældir konungsfjölskyldunnar til langs tíma litið.

Katrín vinkaði almenningi glöð í bragði.
Katrín vinkaði almenningi glöð í bragði. AFP
Hjónin voru glæsileg að venju og klæddust í stíl.
Hjónin voru glæsileg að venju og klæddust í stíl. AFP
Vilhjálmur lætur ekki slá sig út af laginu.
Vilhjálmur lætur ekki slá sig út af laginu. AFP
Karl III. Bretlakonungur var í Aberdeenshire, Skotlandi og vakti mikla …
Karl III. Bretlakonungur var í Aberdeenshire, Skotlandi og vakti mikla kátínu. AFP
Karl átti góðar stundir í Skotlandi.
Karl átti góðar stundir í Skotlandi. AFP
Karl kóngur var í skotapilsi.
Karl kóngur var í skotapilsi. AFP
mbl.is