Eldfimum köflum úr bók Harrys lekið

Harry Bretaprins er reiður og sár út í fjölskyldu sína.
Harry Bretaprins er reiður og sár út í fjölskyldu sína. AFP

Breski fjölmiðillinn Guardian hefur komist yfir eintak af bók Harry Bretaprins og birt valda kafla úr henni. Svo virðist sem bókin hafi farið óvart í sölu á Spáni með þeim afleiðingum að fjölmiðlar komust yfir eintak.

Erkióvinir

Harry lýsir bróður sínum Vilhjálmi prins nú sem sínum erkióvini. Þeir sem áður voru bestu vinir eru nú á öndverðum meiði. Harry segir Vilhjálm hafa neitað að skilja afstöðu hans og að öll hans framkoma hafi verið á fjandsamlegum nótum. Þá á Vilhjálmur að hafa ýtt Harry í mikilli bræði þannig að hann féll og meiddist á baki.

Við jarðaför Filippusar prins árið 2021 á Karl faðir þeirra að hafa beðið þá bræður um að gera sín síðustu ár ekki erfiðari en þau þyrftu að vera. 

Vilhálmur prins kallaði Meghan erfiða og dónalega.
Vilhálmur prins kallaði Meghan erfiða og dónalega. AFP

Varpar ábyrgðinni á Vilhjálm og Katrínu

Í bókinni segir einnig frá því hvernig Katrín og Vilhjálmur hvöttu Harry prins til þess að klæðast nasistabúningi árið 2005 en Harry hlaut mikla gagnrýni fyrir þá ákvörðun á sínum tíma. 

Harry á að hafa mátað búninginn og sýnt þeim hann. „Ég hringdi í Villa og Kötu og spurði hvað þeim fannst. Þau grétu úr hlátri. Verri en búningur Villa. Miklu kjánalegri, sem var markmiðið.“

Harry prins segist hafa grátbeðið föður sinn um að giftast ekki Kamillu eftir andlát Díönu prinsessu. Hann var handviss um að hún myndi reynast honum „vond stjúpmóðir“. Þeir bræður vildu ekki binda enda á samband þeirra en vildu þó ekki að hann myndi kvænast henni. 

Engar sáttaumleitanir

Á sunnudaginn verða sýnd tvö viðtöl við Harry prins. Annað verður sýnt á ITV klukkan 21 og hitt á CNN klukkan 19 að bandarískum tíma. Í þeim viðtölum talar Harry um það hvernig hann telji að konungsfjölskyldan vilji ekki leita leiða til sátta og að engin leið sé fyrir hann og Meghan að snúa aftur til starfa fyrir konungsfjölskylduna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir