Fluttu til þess að vera nær dóttur sinni

Kóngafólk í fjölmiðlum | 13. janúar 2023

Fluttu til þess að vera nær dóttur sinni

Foreldrar Charlene Mónakó prinsessu fluttu frá Suður Afríku til Frakklands til þess að geta verið nær dóttur sinni og stutt við bak hennar. Síðustu tvö ár hafa verið mjög krefjandi fyrir Charlene en hún hefur glímt við langvinn veikindi og er enn að jafna sig.

Fluttu til þess að vera nær dóttur sinni

Kóngafólk í fjölmiðlum | 13. janúar 2023

Charlene prinsessa virðist vera að jafna sig.
Charlene prinsessa virðist vera að jafna sig. AFP

Foreldrar Charlene Mónakó prinsessu fluttu frá Suður Afríku til Frakklands til þess að geta verið nær dóttur sinni og stutt við bak hennar. Síðustu tvö ár hafa verið mjög krefjandi fyrir Charlene en hún hefur glímt við langvinn veikindi og er enn að jafna sig.

Foreldrar Charlene Mónakó prinsessu fluttu frá Suður Afríku til Frakklands til þess að geta verið nær dóttur sinni og stutt við bak hennar. Síðustu tvö ár hafa verið mjög krefjandi fyrir Charlene en hún hefur glímt við langvinn veikindi og er enn að jafna sig.

Foreldrar Charlene eru sögð dvelja í litlu frönsku þorpi rétt fyrir utan Mónakó. Það tekur aðeins örfáar mínútur að keyra á milli staðanna og þau hittast reglulega.

„Hún upplifir mikið öryggi að hafa þau svo nærri.“

Bróðir Charlene, Gareth Wittstock flutti einnig til Mónakó fyrir áratug síðan til þess að ganga úr skugga um velferð systur sinnar. Hinn bróðir hennar býr enn í Suður Afríku en þau tala saman daglega í gegnum síma.

Heimildarmenn úr höllinni segja að þessi stuðningur skipti öllu máli fyrir Charlene. Þá er Charlene einnig sögð hafa leitað huggunar og hughreystingar í trúna en Charlene er kaþólsk.

„Fjölskyldan er kletturinn minn,“ sagði Charlene í viðtali um áramótin en hún veitir afar sjaldan viðtöl.

„Mér líður miklu betur í dag en síðustu ár. Ég nálgast framtíðina eitt skref í einu, einn dag í senn.“

mbl.is