Úkraínumenn fá ekki herþotur

Úkraína | 31. janúar 2023

Úkraínumenn fá ekki herþotur

Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar ekki að útvega Úkraínumönnum herþotur af tegundinni F-16 til afnota í stríðinu gegn Rússum.

Úkraínumenn fá ekki herþotur

Úkraína | 31. janúar 2023

Joe Biden Bandaríkjaforseti í gær.
Joe Biden Bandaríkjaforseti í gær. AFP/Drew Angerer/Getty

Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar ekki að útvega Úkraínumönnum herþotur af tegundinni F-16 til afnota í stríðinu gegn Rússum.

Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar ekki að útvega Úkraínumönnum herþotur af tegundinni F-16 til afnota í stríðinu gegn Rússum.

Í síðustu viku ákváðu vestræn ríki, þar á meðal Bandaríkin og Þýskaland, að senda skriðdreka til Úkraínu. Áður var talið að gengið yrði of langt með slíkum vopnasendingum.

Spurður í gærkvöldi hvort hann væri hliðhollur því að senda F-16-vélar eða aðrar herþotur til Úkraínu sagði Biden einfaldlega: „nei“.

Harðir bardagar

Rússneskar hersveitir reyna að styrkja stöðu sína í Dónetsk-héraði í austurhluta Úkraínu. Að sögn Denis Pushilin, sem Rússar skipuðu sem leiðtoga héraðsins, nálgast rússneskar hersveitir Vugledar, sem er mikilvægur bær í hernaðarlegu tilliti suðvestur af Dónetsk-borg.

Úkraínumenn vísa þessu á bug en segja að bardagar á svæðinu séu harðir. „Það er sífellt verið að reyna að brjótast í gegnum varnir okkar,“ sagði Volodimír Selenskí Úkraínuforseti, seint á sunnudaginn. „Óvinurinn...heldur áfram kröftugum árásum.“

mbl.is