Líklega hækkar Seðlabankinn vexti um 0,5%

Vextir á Íslandi | 6. mars 2023

Líklega hækkar Seðlabankinn vexti um 0,5%

„Við höfum sagt að hálf prósenta væri í pípunum fram á vorið og það er orðið algjört lágmark í rauninni. Eða það lægsta sem við getum reiknað með nema eitthvað komi upp sem  verulega bæti myndina til skemmri tíma litið. Þau allt að því sögðu að þau myndu hækka vexti í mars.“

Líklega hækkar Seðlabankinn vexti um 0,5%

Vextir á Íslandi | 6. mars 2023

„Við höfum sagt að hálf prósenta væri í pípunum fram á vorið og það er orðið algjört lágmark í rauninni. Eða það lægsta sem við getum reiknað með nema eitthvað komi upp sem  verulega bæti myndina til skemmri tíma litið. Þau allt að því sögðu að þau myndu hækka vexti í mars.“

„Við höfum sagt að hálf prósenta væri í pípunum fram á vorið og það er orðið algjört lágmark í rauninni. Eða það lægsta sem við getum reiknað með nema eitthvað komi upp sem  verulega bæti myndina til skemmri tíma litið. Þau allt að því sögðu að þau myndu hækka vexti í mars.“

Þetta segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sem er gestur Dagmála ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, og Runólfi Ágústssyni, framkvæmdastjóra.

Krónan að bæta í sig veðrið

Hvað er það sem gæti bætt stöðuna?

„Það er fátt. Þess vegna segi ég að það er allt að því orðið staðreynd að vextir verði hækkaðir nokkuð þá. Ég á enn mesta von á því að það verði 50 punktar.“

Bendir Jón Bjarki á að það verði ekki mikið um nýjar hagtölur til að styðjast við fram að ákvörðun peningastefnunefndar. Hann segir einnig jákvætt að krónan hafi frekar verið að bæta í sig veðrið að undanförnu.

Hann segir þó að það sé ekki alslæmt að krónan hafi veikst frá miðju síðasta ári. Þótt það sé andstyggilegt í sambandi við verðbólguna þá hjálpi þetta ferðaþjónustunni sem sé að takast á við miklar kostnaðarhækkanir.

Lífeyrissjóðir að taka fé úr landi

Runólfur spurði Jón Bjarka í þættinum hvort rétt væri sem hann heyrði, að lífeyrissjóðir væru að flytja mikið fjármagn úr landi þessa dagana. Jón Bjarki sagði að sjóðirnir hafi verið duglegir við að kaupa erlendar eignir.

„Mig grunar að þótt við berum okkur illa undan krónunni þessa dagana og fjórðungana, að við verðum komin fyrr en við höldum að bölsótast yfir styrkingu hennar,“ sagði Jón Bjarki.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér.

mbl.is