Icelandair kveðst hafa breytt appinu

Sviptivindar í flugrekstri | 4. apríl 2023

Icelandair kveðst hafa breytt appinu

Ákveðnar breytingar hafa þegar verið gerðar á smáforritinu Crew App þar sem flug­freyj­ur og flugþjón­ar Icelandair gera jafn­ingj­amat á vinnu­fé­lög­um sín­um í starfi eft­ir hverja vakt.

Icelandair kveðst hafa breytt appinu

Sviptivindar í flugrekstri | 4. apríl 2023

Ljósmynd/Icelandair

Ákveðnar breytingar hafa þegar verið gerðar á smáforritinu Crew App þar sem flug­freyj­ur og flugþjón­ar Icelandair gera jafn­ingj­amat á vinnu­fé­lög­um sín­um í starfi eft­ir hverja vakt.

Ákveðnar breytingar hafa þegar verið gerðar á smáforritinu Crew App þar sem flug­freyj­ur og flugþjón­ar Icelandair gera jafn­ingj­amat á vinnu­fé­lög­um sín­um í starfi eft­ir hverja vakt.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Guðna Sig­urðssonar upp­lýs­inga­full­trúa Icelandair við fyrirspurn mbl.is en í forritinu er undirhlekkur sem kallast MyMotivation þar sem starfsmenn geta skilað frammistöðumati. 

Greint var frá því í morgun að Per­sónu­vernd hefði lokið frum­kvæðis­at­hug­un sinni á úr­vinnslu Icelanda­ir á per­sónu­upp­lýs­ing­um en stofn­un­in hóf at­hug­un í kjöl­far frétta­flutn­ings af for­rit­inu í maí.

Persónuvernd telur að vinnsla á persónuupplýsingum með smáforritinu sam­rýmist ekki meg­in­regl­um per­sónu­vernd­ar­lag­anna um meðal­hóf og sann­girni. Jafn­framt að Icelandair hafi brotið gegn skyldu sinni til að fram­kvæma mat á áhrif­um um­ræddr­ar vinnslu á per­sónu­vernd áður en hún hófst.

Þáttaka valkvæð 

Í svari Guðna segir að félagið rýni nú í úrskurð Persónuverndar. 

Í úrskurðinum eru lagðar til ákveðnar breytingar á framkvæmd jafningjamats. Jafningjamatið sem um ræðir er leið til þess að starfsfólk fái sanngjarnt mat á frammistöðu frá jafningjum, en frammistöðumat er samkvæmt kjarasamningum einn af þeim þáttum sem horft er til við ákvörðun um stöðuhækkanir starfsfólks,“ segir í svarinu og bendir Guðni á að þátttaka í frammistöðumatinu sé valkvæð.

Þá segir að ákveðnar breytingar hafi þegar verið gerðar á smáforritinu frá því að Persónuvernd tók málið til meðferðar. 

„Icelandair mun nú fara yfir hvort og þá hvaða breytingar þarf að gera á framkvæmd jafningjamatsins til þess að framfylgja úrskurðinum.“

mbl.is