Óánægja meðal flugvirkja Icelandair

Kjaraviðræður | 28. mars 2023

Óánægja meðal flugvirkja Icelandair

Óánægja ríkir á meðal margra flugvirkja Icelandair vegna gildandi kjarasamnings. Grétar Guðmundsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ), segir í samtali við mbl.is að forsendur samningsins séu löngu brostnar miðað við efnahagsástandið. 

Óánægja meðal flugvirkja Icelandair

Kjaraviðræður | 28. mars 2023

Óánægja ríkir á meðal margra flugvirkja Icelandair vegna gildandi kjarasamnings. Grétar Guðmundsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ), segir í samtali við mbl.is að forsendur samningsins séu löngu brostnar miðað við efnahagsástandið. 

Óánægja ríkir á meðal margra flugvirkja Icelandair vegna gildandi kjarasamnings. Grétar Guðmundsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ), segir í samtali við mbl.is að forsendur samningsins séu löngu brostnar miðað við efnahagsástandið. 

Samið var við bæði flugvirkja og flugmenn Icelandair er heimsfaraldurinn stóð yfir. Samningarnir tóku gildi í byrjun árs árið 2020 og gilda til lok ársins 2025. Forsendur samninganna tveggja eru þó ólíkar.

„Við erum búin að vera núna í viðræðum við Icelandair um að bæta kjör flugvirkja,“ segir Grétar og bætir við að FVFÍ muni funda með félagsmönnum í kvöld þar sem farið verður yfir stöðuna.  

Félagið mun ekki slíta samningnum

Grétar nefnir að kjarasamningurinn er lokaður og um hann ríkir friðarskylda. „Það eru engar aðgerðir í gangi eða neitt svoleiðis,“ segir hann. 

Spurður hvort það sé umræða um að slíta samningnum segir Grétar svo ekki vera af hálfu FVFÍ. 

„Allar forsendur bæði í þjóðfélaginu og annað sýna að þessi samningur er ekki góður.“

Grétar nefnir að mikill munur sé á þeim samningum sem er verið að semja um núna og samningi flugvirkja. 

Voru mistök að semja til svo langs tíma?

„Það var í raun ekkert annað í boði af því að fyrirtækin þurftu að endurskipuleggja sig og endurfjármagna sig á þessum tíma. Þá þurftu þeir að vera með eitthvað á áætluninni um hvað launakostnaður yrði til langs tíma,“ segir hann og bætir við að þar af leiðandi tóku starfsmenn þannig þátt í þeirri endurskipulagningu. 

Þá nefnir Grétar að er verið var að semja voru um 300 flugvirkjar á launaskrá og um helmingur með uppsagnarbréf í vasanum. 

„Það vildu allir leggjast á eitt að bjarga fyrirtækjunum,“ segir hann og bætir við að ekki séu margir vinnustaðir fyrir flugvirkja í boði á landinu.  

Ekki gengið heilt yfir f-stéttirnar

Grétar segir að einhverjir flugvirkjar Icelandair hafi komist að því að samið var um annars konar hækkanir við flugmenn. 

„Menn eru óánægðir með að það hafi ekki gengið heilt yfir allar f-stéttirnar þrjár,“ segir hann og á þar við flugmenn, flugvirkja og flugþjóna. 

„Það er ekki hægt að segja annað en að forsendur kjarasamnings flugvirkja séu löngu, löngu brostnar gagnvart ástandinu í þjóðfélaginu – verðbólgu, vöxtum og öllu þessu.“

3% launahækkun

Grétar segir að flugvirkjar hafi fengið 3% launahækkun í desember árið 2019 og aftur 3% í janúar. Þá er búið að semja um 4% launahækkun í janúar árið 2024 og 4% árið eftir. 

„Það eru engar aðrar forsendur í samningnum okkar sem bjóða upp á eitthvað umfram það.“ 

Grétar ítrekar að lokum að Icelandair sé að vinna í því að koma til móts við flugvirkja. 

„Þeir vita að það er óánægja og eru að reyna að gera eitthvað til að lægja öldurnar og halda starfseminni gangandi.“  

mbl.is