Flóð í Úkraínu – 16 þúsund yfirgefa heimili sín

Úkraína | 6. júní 2023

Flóð í Úkraínu – 16 þúsund yfirgefa heimili sín

Um 16 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í þó nokkrum þorpum í Kerson-héraði í Úkraínu vegna flóða eftir að stíflan Kakhovka var eyðilögð að hluta til.

Flóð í Úkraínu – 16 þúsund yfirgefa heimili sín

Úkraína | 6. júní 2023

Gervihnattamynd af Khakovka-stíflunni í suðurhluta Úkraínu í síðasta mánuði.
Gervihnattamynd af Khakovka-stíflunni í suðurhluta Úkraínu í síðasta mánuði. AFP

Um 16 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í þó nokkrum þorpum í Kerson-héraði í Úkraínu vegna flóða eftir að stíflan Kakhovka var eyðilögð að hluta til.

Um 16 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í þó nokkrum þorpum í Kerson-héraði í Úkraínu vegna flóða eftir að stíflan Kakhovka var eyðilögð að hluta til.

Rússar, sem ráða yfir svæðinu í suðurhluta Úkraínu, segja að „margar loftárásir“ hafi verið gerðar á stífluna.

Gervihnattamynd af stíflunni frá því í síðasta mánuði.
Gervihnattamynd af stíflunni frá því í síðasta mánuði. AFP

„Um 16 þúsund manns eru á hættusvæði á hægri bakka Kerson-héraðs,“ sagði Oleksandr Prokudin, yfirmaður hersins í Kerson, og bætti við að flóð væru á átta svæðum meðfram ánni Dnípró.

„Margar loftárásir gerðar á Kakhovka-stífluna,“ sagði rússneski embættismaðurinn Vladimír Leontiev í Kerson og bætti við að Úkraínumenn hefðu verið þar að verki.

Selenskí Úkraínuforseti.
Selenskí Úkraínuforseti. AFP/Sergei Supinsky

Úkraínumenn segja aftur á móti að Rússar hafi verið þarna að verki.

„Kakhovka-vatnsaflsstíflan. Enn einn stríðsglæpurinn af hálfu rússneskra hryðjuverkamanna. Forsetinn hefur kallað saman þjóðaröryggisráð,“ sagði Andriy Yermak, starfsmannastjóri úkraínska forsetaembættisins, á Telegram.

Rússar tóku stífluna á sitt vald er þeir réðust inn í Úkraínu. Stíflan útvegar Krímskaga vatn, en Rússar innlimuðu skagann árið 2014.

mbl.is