Harðir bardagar í Saporísja

Úkraína | 9. júní 2023

Harðir bardagar í Saporísja

Harðir bardagar geisa nú milli Úkraínu og Rússlands í Saporísja-héraði í Úkraínu. Greint hefur verið frá því að her Úkraínu hafi undirbúið gagnsókn síðustu daga og virðist hún nú hafin.

Harðir bardagar í Saporísja

Úkraína | 9. júní 2023

Forseti Úkraínu, Volodimír Selenskí.
Forseti Úkraínu, Volodimír Selenskí. AFP/Brendan Smialowski

Harðir bardagar geisa nú milli Úkraínu og Rússlands í Saporísja-héraði í Úkraínu. Greint hefur verið frá því að her Úkraínu hafi undirbúið gagnsókn síðustu daga og virðist hún nú hafin.

Harðir bardagar geisa nú milli Úkraínu og Rússlands í Saporísja-héraði í Úkraínu. Greint hefur verið frá því að her Úkraínu hafi undirbúið gagnsókn síðustu daga og virðist hún nú hafin.

„Eins og stendur geisa harðir bardagar á svæðinu mikil Orekhovo og Tokmak,“ sagði Vladimír Rogov, embættismaður Rússa á hernumdu svæði í Úkrainu, á Telgram í morgun. 

Rússar segja varnir sínar halda enn sem komið er. AFP-fréttastofan gat ekki staðfest frásögn Rússa. 

Í færslu úkraínska hersins á Facebook segir að her landsins sé í vörn í Saporísja-héraði. Þar segir að fjórum eldflaugarskotum hafi verið skotið á mikilvæga innviði hersins og að tíu drónar hafi einnig gert árás. 

Einn almennur borgari lést í árásum Rússa í nótt og fjöldi særðist. Voru árásirnar gerðar í Zyvahel að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins, BBC

Í umfjöllun BBC segir að Úkraínumenn sæki fram á nokkrum svæðum, ekki bara í Saporísja-héraði heldur einnig í nágrenni Bakhmút-borgar og í Dónetsk-héraði. 

mbl.is