„Pabbi reyndi oft að drepa sig“

Sterk saman | 14. ágúst 2023

„Pabbi reyndi oft að drepa sig“

Alexandra Sif er 19 ára móðir, kærasta, dóttir og systir sem hefur upplifað margt á stuttri ævi. Hún er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman.

„Pabbi reyndi oft að drepa sig“

Sterk saman | 14. ágúst 2023

Alexandra Sif er gestur í hlaðvarpinu Sterk saman.
Alexandra Sif er gestur í hlaðvarpinu Sterk saman. Ljósmynd/Sterk saman

Alexandra Sif er 19 ára móðir, kærasta, dóttir og systir sem hefur upplifað margt á stuttri ævi. Hún er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman.

Alexandra Sif er 19 ára móðir, kærasta, dóttir og systir sem hefur upplifað margt á stuttri ævi. Hún er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman.

Hún ólst upp hjá báðum foreldrum sínum, fyrst í Hafnarfirði svo nokkur ár í Borgarnesi og síðan Reykholti. Í minningunni var faðir Alexöndru lítið heima, hann vann mikið og drakk einnig mikið.

„Hann vann mikið á sveitabæjum við tamningar og var oft fram á nótt að drekka og keyrði svo fullur heim. Mín fyrsta minning er líklega bara hann og mamma að rífast en hann var farinn að beita hana andlegu ofbeldi áður en ég fæddist og gerði í öll þau tuttugu ár sem þau voru saman,“ segir Alexandra. 

Flókið líf með áfengi

Unglingsárin voru flókin á marga vegu en Alexöndru leið ekki vel og telur sig hafa verið þunglynda á þeim tíma. Heimilislífið var erfitt og flúði hún oftar en ekki til vina sinna því mikið var um drykkju föður hennar sem framkallaði rifrildi á milli foreldra hennar.

„Pabbi reyndi oft að drepa sig eða hvarf og sendi skilaboð þannig að allir fóru af stað að leita og urðu hræddir. Oft var hann að kalla eftir hjálp en vildi samt aldrei þiggja aðstoðina sem var í boði,“ segir hún.

Foreldrar Alexöndru skildu fyrir tveimur árum og segir hún að það hafi verið mikill léttir fyrir alla. Þegar hún var ólétt hitti hún föður sinn. Hann strauk á henni magann og sagði síðan: „Ég ætla að hitta hann og svo er ég farinn.“

Óléttan bjargaði lífinu

Alexandra á sex mánaða gamla dóttur og segir hún fæðingu hennar hafa bjargað lífi sínu og dóttir hennar hafi komið á hárréttum tíma.

„Ég ætlaði alltaf að vera ung mamma og litli gleðigjafinn minn kom á hárréttum tíma, ef ekki væri fyrir hana væri ég örugglega ennþá uppi í rúmi,“ segir hún.

Alexandra rifjar upp síðustu mánuði en pabbi hennar tók tímabil sem hann var glaður og létt var yfir honum. Hann hitti þær mæðgur og hélt á afastelpunni sinni allan tímann og allir héldu að hann ætlaði að snúa blaðinu við.

„Mig dreymdi svo að ég væri með blóð í buxunum mínum, bæði dökkt og ljóst blóð. Ég skoðaði auðvitað draumaráðningu og það þýddi dauði eða veikindi. Næstu nótt dreymdi bróður mínum að pabbi hafi farið úr fjölskylduspjalli á Snapchat. Það var nóttin sem hann hengdi sig,“ segir hún. 

Alexandra ræðir opinskátt um allar þær tilfinningar sem fylgdu missinum, sorg, reiði, létti og hvernig allt eigi rétt á sér ásamt ýmsu öðru.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Alexöndru Sif á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is