Börn alkóhólista ætla aldrei að verða fyllibyttur sjálf

Sterk saman | 21. ágúst 2023

Börn alkóhólista ætla aldrei að verða fyllibyttur sjálf

Tinna Barkardóttir heldur úti hlaðvarpið Sterk saman. Að þessu sinni er Inga Hrönn Jónsdóttir gestur hennar og fara þær stöllur um víðan völl. Þær ræða alkóhólisma, aðstandendur og mikilvægi þess að geta sett mörk.

Börn alkóhólista ætla aldrei að verða fyllibyttur sjálf

Sterk saman | 21. ágúst 2023

Tinna Barkardóttir heldur úti hlaðvarpið Sterk saman. Að þessu sinni er Inga Hrönn Jónsdóttir gestur hennar og fara þær stöllur um víðan völl. Þær ræða alkóhólisma, aðstandendur og mikilvægi þess að geta sett mörk.

Tinna Barkardóttir heldur úti hlaðvarpið Sterk saman. Að þessu sinni er Inga Hrönn Jónsdóttir gestur hennar og fara þær stöllur um víðan völl. Þær ræða alkóhólisma, aðstandendur og mikilvægi þess að geta sett mörk.

„Persónulega myndi ég aldrei ráðleggja foreldri að loka á barnið sitt en vissulega þarf að setja ákveðin mörk í samskiptum og finna leiðir til að hafa barnið inni í lífi foreldra,“ segir Tinna. 

Engin tvö tilfelli eru eins og fóru þær yfir hlutverk aðstandenda í alkóhólískum fjölskyldum og hvernig hlutverkin geta skarast, blandast saman og fólk farið í mörg hlutverk á mismunandi tímum eða stöðum.

Ætla aldrei að fara sömu leið og foreldrarnir 

„Börn alkóhólista ætla sér í engum eða sárafáum tilfellum að fara sömu leið og foreldrar sínir en eru vissulega í áhættuhópi að feta þá leið en gera það oft,“ segir Inga sem er alin upp í alkóhólískum aðstæðum. Í hennar fjölskyldu eru allar birtingarmyndir sjúkdómsins.

„Ég ólst upp í þessu umhverfi. Í fjölskyldunni minni eru allt frá fínum konum sem drekka bakvið gardínur og upp í mjög veika einstaklinga í fangelsi í Brasilíu. Sjálf fór ég líka langt í neyslu,“ segir hún. 

Hún rifjar upp atvik úr æskunni sem er mjög lýsandi fyrir meðvirknina sem er ríkjandi í alkóhólískum fjölskyldum. Það að þegja yfir hlutunum var hluti af leiknum. 

„Við erum í sumarbústað, ég, mamma, systir mín og stjúppabbi minn. Hann var svakalega veikur á þessum tíma. Bæði vegna neyslu og líka vegna andlegra kvilla. Amma ætlaði að fljúga til okkar daginn eftir og það verður allt brjálað þarna kvöldið áður, læti og rifrildi og hann stingur af. Daginn eftir þegar við vöknum þá er hann bara farinn. Við þurftum að sækja ömmu út á flugvöll og aðal „panikkið“ var að reyna að finna hann áður en við sóttum ömmu því amma mátti ekki vita að eitthvað hefði komið fyrir. Það var alltaf eitthvað svona,“ segir Inga sem var um 11 ára aldur þegar farið var í þessa sumarbústaðaferð sem endaði með ósköpum.

Hún segir að alkóhólismi geri allar fjölskyldur veikar. 

„Það verða allir svo meðvirkir og það fylgir þessu ástandi svo mikil skömm. Ég held að mér hafi fundist miklu erfiðara að hafa gert mína aðstandendur að aðstandendum en að vera aðstandandi sjálf,“ segir Inga og er þá að vísa í það þegar hún fór sjálf að nota vímuefni með tilheyrandi afleiðingum. 

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn í heild sinni HÉR. 

mbl.is