Var misnotuð af frænda sínum sem vildi að þau myndu stinga af

Sterk saman | 11. september 2023

Var misnotuð af frænda sínum sem vildi að þau myndu stinga af

Hin 34 ára Valkyrja Sandra Sjafnardóttir er gestur hlaðvarpsins Sterk saman þessa vikuna. Hún er gift þriggja barna móðir sem býr í Hveragerði. Hún var alin upp við töluvert andlegt en líka líkamlegt ofbeldi sem hafði áhrif á æsku hennar. 

Var misnotuð af frænda sínum sem vildi að þau myndu stinga af

Sterk saman | 11. september 2023

Valkyrja Sandra Sjafnardóttir er gestur í hlaðvarpsþættinum Sterk saman.
Valkyrja Sandra Sjafnardóttir er gestur í hlaðvarpsþættinum Sterk saman.

Hin 34 ára Valkyrja Sandra Sjafnardóttir er gestur hlaðvarpsins Sterk saman þessa vikuna. Hún er gift þriggja barna móðir sem býr í Hveragerði. Hún var alin upp við töluvert andlegt en líka líkamlegt ofbeldi sem hafði áhrif á æsku hennar. 

Hin 34 ára Valkyrja Sandra Sjafnardóttir er gestur hlaðvarpsins Sterk saman þessa vikuna. Hún er gift þriggja barna móðir sem býr í Hveragerði. Hún var alin upp við töluvert andlegt en líka líkamlegt ofbeldi sem hafði áhrif á æsku hennar. 

„Blóðfaðir minn vildi aldrei eignast börn og var ekki nema tvö ár inni í lífi mínu. Eftir það lét hann sig hverfa. Fjögurra ára fékk ég uppeldisföður inn í mitt líf sem ég kalla pabba. Með honum fylgdu börn. Mamma átti bróður minn líka fyrir, tíu árum eldri en ég,“ segir Valkyrja. 

Hún var á miklu flakki ásamt fjölskyldu sinni sem barn. Þegar hún var sex ára flutti hún til Keflavíkur. Þá flutti 15 árum eldri frændi hennar inn á fjölskylduna. 

„Hann hafði lent í áfalli og flutti til okkar. Hann var mikið fullur með bróður mínum og mikil slagsmál. Á þessu tímabili misnotaði þessi frændi minn mig inni á heimilinu,“ segir hún. 

Valkyrja segist hafa upplifað mikinn ótta þegar hún var að alast upp. Hún reyndi að hlýða því annars átti hún í hættu að vera rassskellt eða verið lokuð inni í geymslu. 

„Við fluttum í Garðinn og þar voru mín bestu ár. Þaðan í Borgarnes þar sem alvöru martröðin mín byrjaði.“

Eineltið sem tók á móti henni þegar hún mætti í 6. bekk í grunnskóla þar var hreint út sagt hræðilegt.

„Ég fékk fyrst ekki að vera með, ekki að tilheyra, var kölluð öllum illum nöfnum, fötin mín og skólatöskur skemmdar, kennarar meðvirkir gerendum og skólastjórinn oft drukkinn.

Eitt skiptið hafði ég svarað fyrir mig og ég ásamt hinni stelpunni sendar til skólastjórans. Við áttum að vera þar þar til við myndum sættast eða takast í hendur. Stelpan sagði: „Ég ætla ekki að koma við þetta rusl“. Skólastjórinn svaraði þannig að hún mætti þá fara en Valkyrja Sandra þyrfti að vera áfram,“ segir hún. 

Hætti að mæta í skólann í 9. bekk

Ástandið var orðið það slæmt í skólanum að í 9. bekk hætti hún að mæta í skólann. Hún kláraði ekki grunnskólann vegna ofbeldis. Á þessum tíma, 16 ára, varð hún fyrir misnotkun af hálfu frænda síns. Hann nýtti sér stöðu hennar og vanlíðan.

„Ég var hvergi örugg, ekki í bæjarfélaginu, ekki heima og var farin að hanga með miklu eldra fólki. Frændi minn, en við erum systkinabörn, fór að segja mér að enginn elskaði mig eins og hann. Við ættum að stinga af. Við yrðum saman tvö, fullt af systkinabörnum væru saman og ég var auðvitað í mikilli þörf fyrir viðurkenningu. Ég hlýddi bara, það er saga lífs míns. Ég var bara að sofa hjá frænda mínum,“ segir hún. 

Sandra missti tök á sinni neyslu í eitt ár um það bil þar sem hún flúði sinn raunveruleika.

„Ég þekkti ekkert annað en óheilbrigð samskipti og ofbeldi, endaði því í þannig sambandi með fyrri barnsföður mínum. Við fluttum saman til Noregs, bjuggum þar og eignuðust son.“

Eftir að Sandra flutti frá Noregi til Akureyarar varð hún fyrir ofbeldi í öðru ástarsambandi. Eftir að upp úr því slitnaði skráði hún sig í korter á Tinder eins og hún orðar það sjálf. Þar kynntist hún manninum sínum sem hún giftist seinna og eignaðist tvö börn með.

„Frá fyrstu mínútu tók hann utan um mig og son minn og vafði okkur í bómull. Þetta var í fyrsta skipti sem ég upplifði öryggi og heilbrigð samskipti, það var ótrúlega skrítið. Ég skildi ekki af hverju hann vildi ekki rífast við mig,“ segir hún. 

Í hlaðvarpsþættinum segir Valkyrja frá því þegar hún sleit samskiptum við móður sína og föður sinn. 

„Ég skírði dóttur mína í höfuðið á pabba mínum en eftir að hann ákvað að yfirgefa mig og börnin mín, breytti ég nafninu hennar,“ segir hún. 

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is