1,9 milljarðar aukalega í nýsköpunarendurgreiðslu

Fjárlög 2024 | 14. september 2023

1,9 milljarðar aukalega í nýsköpunarendurgreiðslu

Áætlað er að dregið verði úr greiðslum til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina um samtals 3,7 milljarða á föstu verðlagi í nýju fjárlagafrumvarpi. Nemur það 10,7% lækkun, en samtals er 31,5 milljarði varið í málaflokkinn samkvæmt frumvarpinu.

1,9 milljarðar aukalega í nýsköpunarendurgreiðslu

Fjárlög 2024 | 14. september 2023

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra.
Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áætlað er að dregið verði úr greiðslum til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina um samtals 3,7 milljarða á föstu verðlagi í nýju fjárlagafrumvarpi. Nemur það 10,7% lækkun, en samtals er 31,5 milljarði varið í málaflokkinn samkvæmt frumvarpinu.

Áætlað er að dregið verði úr greiðslum til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina um samtals 3,7 milljarða á föstu verðlagi í nýju fjárlagafrumvarpi. Nemur það 10,7% lækkun, en samtals er 31,5 milljarði varið í málaflokkinn samkvæmt frumvarpinu.

Fallið er frá tímabundnum framlögum í samkeppnissjóði og í endurgreiðslu til kvikmyndagerðar, en í staðinn kemur varanlegt framlag, þó það sé í báðum tilfellum lægra. Þá er gert ráð fyrir umtalsverðri hækkun á endurgreiðslu vegna kostnaðar við nýsköpun og þróun, eða upp á tæplega tvo milljarða.

Dregið úr framlögum í Tækniþróunarsjóð og Rannsóknarsjóð

Málaflokkurinn skiptist niður í tvo undirflokka. Annars vegar „Vísindi og samkeppnissjóðir í rannsóknum“, en áætlað er að sá undirflokkur fái 13,3 milljarða samkvæmt nýja fjárlagafrumvarpinu samanborið við 14,5 milljarða í núverandi fjárlögum. Undir þann flokk heyrir meðal annars starfsemi vísinda- og nýsköpunarráðs, Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður, Markáætlun, Innviðasjóður og Matvælasjóður.

Lækka greiðslur í þennan flokk úr 14,5 milljörðum, eða 2,4 milljarða á föstu verðlagi. Skýrist það meðal annars af því að fella á niður tímabundin framlög vegna heimsfaraldurs í samkeppnissjóðina Tækniþróunarsjóð og Rannsóknarsjóð upp á 2,9 milljarða, þó að 2,1 milljarðs varanlegt framlag komi í staðinn, en einnig er aðhaldskrafa upp á 430 milljónir.

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Eyþór Árnason

Talsverðar breytingar á kvikmyndaendurgreiðslu

Seinni undirflokkurinn er „Nýsköpun, samkeppni og þekkingargreinar“, en undir þann flokk heyra nýsköpunarendurgreiðslur, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Hugverkastofa, Kría, sprota- og nýsköpunarsjóður og endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar.

Heildarupphæð til þess málaflokkar í fjárlögunum er 19,2 milljarðar á næsta ári, en til samanburðar gera fjárlög þessa árs ráð fyrir 20,4 milljörðum í málaflokkinn. Er það því samdráttur um 6,1%, eða 1,3 milljarða á föstu verðlagi.

Helstu ástæður þessarar lækkunar eru niðurfelling á 4 milljarða tímabundinni fjárveitingu til endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar hér á landi. Hins vegar á að koma upp 776 milljóna varanlegu framlagi í það málefni.

Nýsköpunarendurgreiðsla hækkar um 14,5%

Hins vegar hækkar endurgreiðslu vegna kostnaðar við nýsköpun og þróun um 1,92 milljarða á nafnverði milli ára. Nemur það um 14,5% milli ára og er það byggt á áætlun Rannís sem byggir á sögulegri þróun um aukna ásókn fyrirtækja í endurgreiðslurnar.

Heildarmálaflokkurinn heyrir undir bæði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra.

mbl.is