Til einskis að setja velferðina á ís

Fjárlög 2024 | 14. september 2023

Til einskis að setja velferðina á ís til að hagræða

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það 17 milljarða króna aðhald sem boðað er í ríkisfjármálunum muni aðeins skapa hærri launakröfur í komandi kjaraviðræðum. „Ríkið fær þetta bara í fangið í hærri launakröfum og verðlagshækkunum,“ sagði hún í umræðum á Alþingi í dag um fjárlagafrumvarpið.

Til einskis að setja velferðina á ís til að hagræða

Fjárlög 2024 | 14. september 2023

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. …
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Samsett mynd. mbl.is/Árni Sæberg

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það 17 milljarða króna aðhald sem boðað er í ríkisfjármálunum muni aðeins skapa hærri launakröfur í komandi kjaraviðræðum. „Ríkið fær þetta bara í fangið í hærri launakröfum og verðlagshækkunum,“ sagði hún í umræðum á Alþingi í dag um fjárlagafrumvarpið.

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það 17 milljarða króna aðhald sem boðað er í ríkisfjármálunum muni aðeins skapa hærri launakröfur í komandi kjaraviðræðum. „Ríkið fær þetta bara í fangið í hærri launakröfum og verðlagshækkunum,“ sagði hún í umræðum á Alþingi í dag um fjárlagafrumvarpið.

Fjár­lög­in voru rædd í dag, en að venju hófst umræðan á kynn­ingu fjár­málaráðherra og í fram­hald­inu taka aðrir þing­menn við og lýsa skoðun sinni á frum­varp­inu eða spyrja ráðherra spurn­inga. Þá tók Kristrún til máls en hún vill meina að það 17 milljarða króna aðhald í ríkisfjármálum sem ríkisstjórnin hefur talað um muni aðeins skapa hærri launakröfur. Bjarni sagði þær hugmynd „útópíska“.

„Þegar velferðarkerfið stendur ekki undir grunnkjörum fólks leitar það í ríkari mæli til vinnuveitenda til að styrkja kjörin,“ sagði Kristrún, sem benti á að launaliðurinn sé um þriðjungur útgjalda ríkissjóðs og enn hærri hjá sveitarfélögum og fyrirtækjum landsins. „Það er til einskis að setja velferðina á ís til þess að hagræða í rekstri. Ríkið fær þetta bara í fangið í hærri launakröfum og verðlagshækkunum og eftir situr hinn almenni launamaður með verri velferð og illa rekið ríkið.“

Því spurði hún, „í ljósi yfirlýsinga forystufólks verkalýðshreyfingarinnar um að ekkert sé í þessum fjárlögum til að styðja við kjarasamninga“, hvort einhverjar breytingar verði gerðar á frumvarpinu til að koma til móts við launafólk í landinu.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

 Peningar spretta ekki af trjánum á Íslandi

„Það dugar lítt í málefnalegri umræðu um fjárlagafrumvarpið að koma með einhverja frasa eins og velferðin sé sett á ís, sem engin innistæða er fyrir – ekki hin einasta innistæða,“ sagði Bjarni í andsvari sínu, sem sagði einnig aðgerðir ríkisins sérstaklega hlífa framlínufólkinu á vinnumarkaðnum.

„Það er gert lítið úr því að hér sé komið fram með 17 milljarða hagræðingaraðgerðir,“ sagði Bjarni „Þetta er að tala með óábyrgum hætti um opinber fjármál. Peningar spretta ekki af trjánum á Íslandi. Þeir koma úr vasa launafólks og fyrirtækjanna í landinu.“

„Kaupmáttur launa hefur vaxið stöðugt undanfarin tíu ár,“ segir Bjarni, sem bendir síðan á að forseti ASÍ hafi sagt „nú í vikunni“ að „aðalmálið“ sé að sjá kaupmátt launa vaxa.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Vinnandi fólk upplifi ekki að velferðin vinni með þeim

Þá sagði Kristrún að það væri enginn að gera lítið úr 17 milljarða króna aðhaldi. „Það er einfaldlega verið benda hér á að það er verið að eyða jafnhárri, ef ekki hærri tölu, í umframlaunahækkanir vegna þess að aðilar vinnumarkaðarins upplifa ekki að velferðin sé að vinna með þeim.“

Benti hún einnig á þá „furðulegu staðreynd að það er verið að spara á einum stað til þess eins að fá þessa launahækkun í fangið síðar“. 

„30% útgjalda ríkissjóðs eru launagjöld. 60% útgjalda sveitarfélaga eru launagjöld. Ef það er ekki haldið aftur af þessum hækkunum með því að koma til móts við kröfur verkalýðshreyfingarinnar og hins almenna launamanns þá fáum við þetta í fangið.“

Þá ítrekar hún spurninguna sína um hvort breytingar verði gerðar á fjárlagafrumvarpi áður en það verður lagt fram.

Hafnar „útópískri“ hugmynd Kristrúnar

„Samningar á vinnumarkaði á Íslandi eiga ekki að snúast um kröfugerð á íslenska ríkið,“ svarði Bjarni, sem bætti svo við að aðilar á vinnumarkaði eigi að semja um kaup og kjör sín á milli án aðkomu ríkisins.

Hins vegar segir Bjarni að ríkisstjórnin hafi stutt við „ábyrga gerð kjarasamninga“ en viðurkennir að því sé í augnablikinu ógnað af hárri verðbólgu. Hann leggur til að einnig sé gripið til annarra ráða til að koma til móts við verkafólk, t.a.m. breytingar á tekjuskattskerfinu.

„Og ég hafna því alfarið sem er haldið fram, að þessir 17 milljarðar muni skerða velferðarþjónustuna í landinu og að þessir 17 milljarðar komi til með að endurspeglast í hærri launakröfum á vinnumarkaði,“ sem hann kallar „útópíska“ hugmynd gripna úr lausu lofti – „þetta er algjör tilbúningur sem á sér engin tengsl við raunveruleikann“.

mbl.is