Meðgönguföt stílistans og góð ráð

Fatastíllinn | 31. október 2023

Meðgönguföt stílistans og góð ráð

Stílistinn Laura Vidrequin gefur góð ráð um hvernig best sé að halda í góðan fatastíl á meðgöngu.

Meðgönguföt stílistans og góð ráð

Fatastíllinn | 31. október 2023

Stílistinn Laura Vidrequin veit hvernig á að halda stílnum á …
Stílistinn Laura Vidrequin veit hvernig á að halda stílnum á meðgöngu. Skjáskot/Instagram

Stílistinn Laura Vidrequin gefur góð ráð um hvernig best sé að halda í góðan fatastíl á meðgöngu.

Stílistinn Laura Vidrequin gefur góð ráð um hvernig best sé að halda í góðan fatastíl á meðgöngu.

„Vertu trú sjálfri þér. Það er regla númer eitt, tvö og þrjú á meðgöngu. Þetta snýst ekki bara um að kaupa eitthvað því það er þægilegt. Ég þarf alltaf líka að hugsa um hvort mér líkar liturinn, efnið og lögun flíkarinnar. Þetta er eitthvað sem á við í gegnum alla meðgönguna. Maður áttar sig svo á því að það er auðveldara að klæða sig í gegnum meðgöngumánuðina ef maður er ekki stöðugt að reyna að enduruppgötva sig,“ segir Vidrequin í viðtali við tímaritið Sheerluxe.

Gallabuxur eru misjafnar

Almennt á maður ekki að falla í þá gildru að kaupa aðeins meðgönguföt en sú regla gildir þó ekki um gallabuxur. Á ákveðnu tímabili meðgöngu verða gallabuxurnar óþægilegar. Meðgöngugallabuxur geta veitt manni stuðning á meðan bumban er að stækka. Sumar buxurnar ná alveg upp að bringu og veita þannig enn betri stuðning.

Prjónakjólar eru klæðilegir á veturna og vaxa með bumbunni.
Prjónakjólar eru klæðilegir á veturna og vaxa með bumbunni. Skjáskot/Instagram

Finndu formúlu sem virkar fyrir þig

Ég var til dæmis mikið í gallabuxum og bol. Ég átti líka gott safn af vönduðum og kvenlegum blússum sem ég get líka notað eftir meðgöngu. Á ferðalögum til heitra landa var ég í hjólabuxum og bómullarbol og sandölum. Hjólabuxur hafa verið í tísku upp á síðkastið og þá líður mér ekki eins og ég sé í óléttufötum allan daginn. Kjólar eru líka þægilegir eins og til dæmis prjónakjólar á veturna.

Flott gallaskyrta er málið

„Ég held að það sé ekki hægt að slá feilnótu með gallaskyrtu frá t.d. Ralph Lauren. Þetta er flík sem hægt er að gera sparilegri með því að bæta við skartgripum.

Undirfötin

„Þú skalt kaupa þér meðgöngu-undirföt sem allra fyrst. Það var besta ákvörðunin sem ég tók. Uniqlo er með bestu nærfötin fyrir verðandi mæður. Ég keypti fimm nærbuxur sem ná langt upp fyrir mitti og vernda kúluna.“

Notaðu fylgihluti

„Þegar ég er ólétt þá finnst mér ég þurfa meira. Kannski vegna þess að fötin falla öðruvísi að líkamanum. Þess vegna bæti ég við fleiri fylgihlutum hvort sem það eru hattar, slæður eða hálsmen. Fylgihlutirnir hjálpa til við að dreifa athyglinni og leyfa manni að tjá sig og vera skapandi. Stundum leiðist manni að vera alltaf í sömu fötunum en ef maður er t.d. með gullskartgripi einn daginn og litríka hinn daginn þá breytir það heil miklu.

Það er mikilvægt að vera í þægilegum flatbotna skóm á …
Það er mikilvægt að vera í þægilegum flatbotna skóm á meðgöngu. Skjáskot/Instagram

Flatbotnaskór

„Það er mikilvægt að halda sig við flatbotna skó á meðgöngu. Hvítir strigaskór eru klassískir og þegar kúlan er orðin það stór að erfitt er að beygja sig til þess að klæða sig í skó er hægt að nota klossa eða hálfgerða inniskó.“

Bíða með stórar fjárfestingar

„Ég elska náttúruleg efni eins og bómull og hör og ég elska að blanda saman gömlu og nýju. Þegar kemur að stórum fjárfestingum eins og merkavörufötum þá finnst mér alltaf best að bíða þar til eftir fæðingu. Maður á ekki að eyða miklum peningum þegar maður er í rauninni ekki maður sjálfur. Og hver veit, kannski þróast stíllinn enn meir eftir fæðingu barnsins.“

Þegar það er of erfitt að reima á sig strigaskó …
Þegar það er of erfitt að reima á sig strigaskó er hægt að notast við sandala eða inniskó (mules). Skjáskot/Instagram
Náttúruleg efni eins og hör og bómull eru í uppáhaldi.
Náttúruleg efni eins og hör og bómull eru í uppáhaldi. Skjáskot/Instagram
mbl.is