Vanillu- og hindberjahafrar í morgunmatinn

Uppskriftir | 7. nóvember 2023

Vanillu- og hindberjahafrar í morgunmatinn

Hér kemur snilldar morgunmatur sem er frábært að gera kvöldið áður en á að njóta hans og geyma í lokaðri krukku inn í ísskáp yfir nótt. Uppskriftin kemur úr smiðju Kristjönu Steingrímsdóttur, Jönu, heilsukokks með meiru sem heldur úti heimasíðunni Jana.is og er með Instagram síðuna @janast.

Vanillu- og hindberjahafrar í morgunmatinn

Uppskriftir | 7. nóvember 2023

Ljómandi góður morgunverður að njóta, vanillu- og hindberjahafrar.
Ljómandi góður morgunverður að njóta, vanillu- og hindberjahafrar. Ljósmynd/Jana

Hér kemur snilldar morgunmatur sem er frábært að gera kvöldið áður en á að njóta hans og geyma í lokaðri krukku inn í ísskáp yfir nótt. Uppskriftin kemur úr smiðju Kristjönu Steingrímsdóttur, Jönu, heilsukokks með meiru sem heldur úti heimasíðunni Jana.is og er með Instagram síðuna @janast.

Hér kemur snilldar morgunmatur sem er frábært að gera kvöldið áður en á að njóta hans og geyma í lokaðri krukku inn í ísskáp yfir nótt. Uppskriftin kemur úr smiðju Kristjönu Steingrímsdóttur, Jönu, heilsukokks með meiru sem heldur úti heimasíðunni Jana.is og er með Instagram síðuna @janast.

„Morgunverðurinn er bæði ótrúlega bragðgóður og mjög saðsamur,“ segir Jana sem hefur mikla ástríðu fyrir því að þróa uppskriftir af hollum bragðgóðum morgunverðum.

Vanillu- og hindberjahafrar

2 skammtar

  • 1 bolli grófir hafrar
  • 2 bollar mjólk að eigi vali 
  • 1/3 tsk. vanilla
  • ½ msk. sæta að eigin vali
  • 1 msk. möndluflögur
  • 1 msk.kollagen, próteinduft, grísk jógúrt( valfrjálst)
  • ½ bolli frosin hindber

Aðferð:

  1. Skiptið öllu nema hindberjunum í tvær krukkur eða box sem hægt er að loka.
  2. Hrærið vel saman og setjið svo frosnu hindberinofan á og lokið krukkunum og geymið inn í ísskáp yfir nótt. 
  3. Takið út og skreytið ofan ef vill.
  4. Njótið vel.
mbl.is