Gómsæt ýsa undir ítölskum áhrifum

Uppskriftir | 16. maí 2024

Gómsæt ýsa undir ítölskum áhrifum

Ef þig langar að hafa eitthvað ógurlega gott í matinn þá gæti íslenskur fiskur á ítalska vísu verið eitthvað fyrir þig. Það tekur styttri tíma að elda þennan rétt en að panta pítsu. 

Gómsæt ýsa undir ítölskum áhrifum

Uppskriftir | 16. maí 2024

Fiskur á ítalska vísu nýtur mikilla vinsælda.
Fiskur á ítalska vísu nýtur mikilla vinsælda. mbl.is/Marta María Winkel Jónasdóttir

Ef þig langar að hafa eitthvað ógurlega gott í matinn þá gæti íslenskur fiskur á ítalska vísu verið eitthvað fyrir þig. Það tekur styttri tíma að elda þennan rétt en að panta pítsu. 

Ef þig langar að hafa eitthvað ógurlega gott í matinn þá gæti íslenskur fiskur á ítalska vísu verið eitthvað fyrir þig. Það tekur styttri tíma að elda þennan rétt en að panta pítsu. 

Það er að sjálfsögðu hægt að nota hvaða fisk sem er þótt gamla góða ýsan hafi verið notuð hér. Lykilatriðið hér er að matbúa sósuna fyrst og láta fiskinn eldast í henni. Með þessari aðferð er það tryggt að fiskurinn ofeldist ekki og góða fiskbragðið blandast við rjómaostapestó blönduna sem er svo gómsæt. 

Þessi uppskrift er fyrir fjóra en það má elda þennan skammt fyrir færri og borða svo afganginn daginn eftir. Gott er að bera þennan rétt fram með hrísgrjónum og jafnvel salati ef fólk er í þannig stuði. 

Ýsa undir ítölskum áhrifum (fyrir fjóra)

  • 800 g ýsa eða annar hvítur fiskur
  • 1 msk. oregano
  • 2 laukar
  • 190 g rautt pestó
  • 400 ml vatn
  • 4 lífræn hvítlauksrif
  • 1 dl rjómaostur
  • 200 g ferskir sveppir
  • Smjörklípa
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja smjör á pönnu. 
  2. Skerið lauk, hvítlauk og sveppi smátt og mýki á pönnunni. 
  3. Þegar allt er orðið mjúkt á pönnunni er rauða pestóinu bætt út í hrært saman. 
  4. Þá er vatninu bætt saman við. 
  5. Rjómaosturinn er hrærðum saman við og suðan látin koma upp. 
  6. Fiskurinn er skorinn í hæfilega bita og raðað út í sósuna á pönnunni og hitinn lækkaður. 
  7. Rétturinn er tilbúinn þegar fiskurinn er eldaður í gegn. 
mbl.is